Ferðuðust þeir hér um í rútu og hjuggu sjaldgæfan stein sem lögum samkvæmt átti að skila til Náttúrufræðistofnunar.
Með þeim í för var þýskur vísindamaður sem áður hafði smyglað geislasteinum og öðru grjóti úr landi. Það uppgötvaðist þegar greinar eftir hann birtust í erlendum tímaritum.
Eftirlitsmaður frá Náttúruverndarráði fór þegar á eftir hópnum þegar upp komst hvað væri í gangi og fann þá á Patreksfirði með nokkra kassa af grjóti.
Krafðist hann þess að grjótinu yrði skilað til Náttúrufræðistofnunar við litlar vinsældir Austurríkismannanna.
Ekki hlýddu þeir fyrirmælunum að fullu því að á Ísafirði sáust þeir koma völdum sýnum úr landi með póstsendingum.