Þann 17. september árið 1940 losnuðu nokkrar veðurblöðrur fyrir slysni, svifu yfir til Noregs og Svíþjóðar og ollu þar tjóni á rafmagnslínum.
Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, ákvað að nýta sér þetta og sendi 100 þúsund latexblöðrur með eldfimum efnum og rafmagnsvírum yfir hafið til Þýskalands.
Um aðgerðina sáu konur í þjóðvarnarsveit Bretlands á þremur stöðum í suðurhluta Englands.
Hætt var að senda blöðrur árið 1944 en þær reyndust Bandamönnum mjög vel því þær kostuðu aðeins örfáa skildinga á meðan tjón Þjóðverja var mikið.
Blöðrurnar lentu á rafmagnsvírum og ollu sprengingum og skammhlaupum.
Ein rafstöð Þjóðverja, nálægt borginni Leipzig, eyðilagðist algerlega í þessari árás.