Kristján þessi var andlega vanheill og bæði bróðir hans og sonur stýrðu ríkinu í hans stað.
Hann var ofstækisfullur, haldinn ofsóknarbrjálæði og ofbeldishneigður.
Iðulega hélt hann á krár Kaupmannahafnar með fylgdarliði sínu og olli þar miklum óskunda. Í matarveislum hagaði hann sér kjánalega og kastaði mat í gesti. Stundum lamdi hann fólk með gaddakylfu án nokkurrar ástæðu og var þá jafnan umkringdur lífvörðum.
Eitt af stærstu vandamálum Kristjáns var hversu mikið hann fróaði sér, bæði í einrúmi og fyrir framan annað fólk.
Var það mikið rætt í hirðinni og talið vandamál alls ríkisins þar sem læknar óttuðust að hann yrði ófrjór.
Aðrir læknar töldu að konungurinn yrði blindur af öllu þessu togi eða myndi á endanum drepa sig.
Vitaskuld leitaði drottningin Matthildur, kona hans, í arma annars manns, þýsks læknis að nafni Johann Struense, og missti hann höfuðið fyrir vikið.