Snerist sú deila um lausagöngu hrossa Eyvindarmúlamanna og fór svo að sjö hross voru taglklippt og var það kært til sýslumanns.
Benóný Jónsson viðurkenndi að hrossin hefðu farið inn á landareign Hlíðarendakots en taldi það byggt á gamalli hefð.
Benóný sagði „óþarfa að níðast svona á skepnunum“ sem hafði þó ekki orðið meint af, en útlitslegt verðmæti hrossanna minnkaði engu að síður.
Gerendurnir á Hlíðarendakoti sögðust hins vegar aðeins hafa verið að snyrta þá og að yfirgangur Eyvindarmúlafólks yrði ekki liðinn.