Í samtali við DV 10. mars sagði hann: „Við vorum að borða folaldasnitsel og með því var borið fram danskt grænmetissalat sem keypt hafði verið djúpfryst í verslun í Reykjavík. Vissum við ekki fyrr en rottufótur stóð upp úr grænmetisskálinni, öllum til hrellingar. Við misstum matarlystina.“
Grænmetissalatinu var pakkað í nóvember árið 1985 og hafði geymsluþol í 18 mánuði við mínus 18 gráður á Celsíus.
„Það er í sjálfu sér ógeðfellt að fá rottufót í matinn en hitt þótti okkur ekki síður forvitnilegt hvar afgangurinn af dýrinu væri niðurkominn,“ sagði Þórólfur.