Samkvæmt frétt DV frá 23. maí þetta ár hlaust mikil sjónmengun af losuninni enda umtalsvert magn af aðskotahlutum í rotþrónum. Landverðir urðu að taka á sig að fínkemba svæðið af smokkum, túrtöppum og öðru rusli sem lá eins og skæðadrífa úti um allt.
Stefáni Benediktssyni þjóðgarðsverði voru sendar athugasemdir vegna málsins og var í kjölfarið ákveðið að losa kamrana með öðrum hætti í framtíðinni. Kjartan Hreinsson, heilbrigðisfulltrúi svæðisins, fullvissaði þjóðgarðsgesti um að þeim stafaði ekki nein hætta af saurnum og sagði jafnframt að ekki yrðu frekari eftirmál.