fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

TÍMAVÉLIN: Losun kamars úrskeiðis í Skaftafelli

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 20. maí 2018 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vorið 1995 kom upp sannkallað skítamál í þjóðgarðinum í Skaftafelli en þá var saur og alls kyns rusli úr kömrum dreift yfir tún í leyfisleysi, skammt frá tjaldsvæði.

Samkvæmt frétt DV frá 23. maí þetta ár hlaust mikil sjónmengun af losuninni enda umtalsvert magn af aðskotahlutum í rotþrónum. Landverðir urðu að taka á sig að fínkemba svæðið af smokkum, túrtöppum og öðru rusli sem lá eins og skæðadrífa úti um allt.

Stefáni Benediktssyni þjóðgarðsverði voru sendar athugasemdir vegna málsins og var í kjölfarið ákveðið að losa kamrana með öðrum hætti í framtíðinni. Kjartan Hreinsson, heilbrigðisfulltrúi svæðisins, fullvissaði þjóðgarðsgesti um að þeim stafaði ekki nein hætta af saurnum og sagði jafnframt að ekki yrðu frekari eftirmál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað