fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Tímavélin: Messufall vegna ölvunar séra Jóns og Sigurðar

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 9. desember 2018 15:30

Messuvín Tveir prestar ófærir um að sinna guðsþjónustu vegna ölvunar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1734 var nokkuð strembið fyrir íslensku kirkjuna og trúverðugleika hennar. Tveir prestar gerðust þá sekir um að koma fram í guðsþjónustu mjög ölvaðir. Svo ölvaðir að þeir ultu niður á kirkjugólfið og gátu ekki haldið áfram.

 

Datt og gleymdi að helga vínið

Jón Þórðarson var prestur á Söndum til nærri þrjátíu ára. Hann var mikið skáld og sagður göldróttur en breyskur mjög. Árið 1719 slapp hann við dóm fyrir embættisafglöp. Á allraheilagramessu árið 1734 stóð til að gifta hjón á Söndum. Séra Jón mætti hins vegar svo fullur til messunnar að hann hneig niður við altarið og var lagður út af á einn kirkjubekkinn. Var hann ætíð kallaður dettir eftir það. Einn kirkjugestanna þurfti að taka að sér að halda guðsþjónustunni áfram og las úr húslestrabók fyrir salinn.

Þegar því lauk var séra Jón kominn til meðvitundar aftur og sagðist geta klárað guðsþjónustuna. Útdeildi hann tuttugu mönnum sakramenti en gleymdi að vígja bæði vínið og brauðið. Þá gat hann heldur ekki gift grey hjónaefnin eftir kirkjunnar reglum. Þau héldu hins vegar að allt hefði verið með felldu og hófu að lifa eins og hjón eftir athöfnina. Var séra Jón talinn ábyrgur fyrir því.

Séra Jón var kærður fyrir þetta atvik og um vorið sagði hann sig frá brauðinu. Fluttist hann þá í Hokinsdal og bjó þar út lífið.

 

Klúðraði jólunum

Séra Sigurður Árnason hét presturinn sem klúðraði jólunum fyrir sóknarbörnum í Landeyjum. Sigurður hafði verið á Krossi í fjórtán ár og var talinn drykkfelldur. Í eitt skipti áður hafði orðið messufall hjá honum vegna þessa.

Atvikið árið 1734 átti sér stað í Voðmúlastaðakirkju, sem var útkirkja frá Krossi. Á jólanótt messaði Sigurður í kirkjunni en var svo ölvaður að hann hrundi út á kórgólfið. Líkt og í tilviki séra Jóns á Söndum var Sigurður þá borinn á einn kirkjubekkinn til að sofa úr sér. En Sigurður svaf og svaf og kirkjugestir þurftu frá að hverfa án guðsþjónustu. Á jóladag var hann svo timbraður að hann gat engan veginn messað þá heldur.

Á þrettándanum var sóknarfólkið boðað til séra Ólafs Gíslasonar, prófasts að Odda, til að svara fyrir atvikið. Allir sem höfðu verið í messunni neituðu að svara prófasti og reyndist því vandasamt að kæra Sigurð. Það tókst hins vegar fyrir rest og var hann sviptur hempunni árið 1738.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“