fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Peningar runnu úr skolpræsinu á Ísafirði

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 29. desember 2018 11:00

Skolpræsispeningarnir Morgunblaðið 31. janúar 1961.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar á Ísafirði voru gáttaðir þegar peningaseðlar tóku að streyma út um skolpræsi bæjarins og út í fjöruna. Þjóðviljinn greindi frá því að börn hefðu fundið seðlana og lögregla væri að rannsaka málið. Annaðhvort væri um að ræða hræddan þjóf eða ruglaðan mann.

Mörg þúsund krónur

Það var í marsmánuði árið 1961 sem börn á Ísafirði fundu fyrstu peningaseðlana. Þeir höfðu verið rifnir áður en þeim hafði verið sturtað niður. Börnin fóru með tætta seðla til yfirlögregluþjóns og sögðu hvar þau hefðu fundið þá, í fjörunni fyrir neðan Tanga.

Við nánari athugun fundust fleiri seðlar, aðallega 500 krónu seðlar af eldri gerð. Nam þetta mörg þúsund krónum og voru menn gáttaðir að einhver hefði sturtað þeim niður í klósett. Mátti gera ráð fyrir að fleiri seðlar hefðu endað í ræsinu en þeir sem fundust, að einhverjum hefði skolað út í sjó.

Lögreglan lagði hald á þá seðla sem hún komst yfir. Ætla mátti þó að börnin hefðu haldið einhverju eftir sjálf. Fyrstu grunsemdir lögreglunnar voru þær að hér hefði þjófur verið á ferðinni sem hefði orðið hræddur og viljað losa sig við þýfi. Um veturinn var einmitt 3.000 krónum stolið af elliheimili bæjarins. Seinna var sú hugmynd slegin út af borðinu því að sú upphæð sem fannst var langtum hærri en stolið var þaðan.

Þá kom önnur hugmynd fram. Að hér væri á ferðinni „ruglaður maður“ sem sturtað hefði peningunum niður í kasti. Lögreglan hóf rannsókn og leit í húsum en það reyndist erfitt í ljósi þess hversu mörg hús áttu frárennsli að skolpræsinu. Frekari frásögn af málinu var ekki reifuð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið