fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fókus

Gísli í Haga barnaði systur sínar tvær

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 26. desember 2018 18:00

Fínt fólk Átti oft subbuleg örlög eins og almúginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um aldir var fámenni á Íslandi, landið allt dreifbýlt og samgöngur erfiðar. Hefur þetta átt sinn þátt í því að Íslendingar mökuðust gjarnan með skyldfólki sínu, stundum systkinum. Ávöxtur slíkra ævintýra var gjarnan börn sem enginn vildi kannast við. Á Barðaströnd um miðja sextándu öld gerðist hins vegar sá fátíði atburður að piltur átti börn með tveimur systrum sínum. Öll voru þau um tvítugt.

Það gerðist á stórbýlinu Haga á Barðaströnd á fjórða áratug sextándu aldar að höfðingjasonur barnaði tvær systur sínar. Þetta voru Gísli, Kristín og Þórdís Eyjólfsbörn. Foreldrar þeirra voru Eyjólfur Gíslason, títt nefndur Mókollur, og Helga Þorleifsdóttir. Helga var dóttir hirðstjórans á Reykhólum og Eyjólfur bróðursonur Ögmundar Pálssonar, biskups í Skálholti.

Flestir höfðingjar hefðu reynt að fela þessa smán með öllum tiltækum ráðum. Borgað og hylmt yfir. En Hagafólkið viðurkenndi orðinn hlut og ákvað að taka á málinu á uppbyggilegan hátt. Voru öll systkinin þrjú send suður til Ögmundar í fóstur.

Í Skálholti var málið krufið til mergjar. Var systrunum fyrirgefið að hafa legið með bróður sínum þar sem það var talið sannað að hann hefði nauðgað þeim. Gísli var sendur með skipi til Noregs. Þar átti hann að fara í vist hjá sjálfum Ólafi Engilbriktssyni, erkibiskupi í Niðarósi. En Gísli dó skömmu eftir komuna þangað.

Þórdís varð húsfreyja á bænum Saurbæ á Kjalarnesi. Í Skálholti kynntist Kristín Gísla Jónssyni, síðar biskupi, og giftist honum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Val Kilmer er látinn

Val Kilmer er látinn
Fókus
Í gær

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar