fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Glímukappi gómaði allsberan mann

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 24. desember 2018 14:00

Íslensk glíma Getur komið að góðum notum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudagskvöldið 12. febrúar árið 1943 náðist loksins að handsama vágest sem plagað hafði borgarbúa um nokkurt skeið. Hann var kallaður „nakti maðurinn“ og hafði sést hvað eftir annað í suðurbænum. Aðallega í görðunum hjá fólki að kvöldlagi og stundum uppi í trjám. Hafði lögreglu borist margar tilkynningar um þennan undarlega mann með strípihneigð. Lögregluþjónar höfðu reynt að hafa uppi á honum en ekki haft erindi sem erfiði, jafnvel þótt þeir væru á bílum eða vélhjólum og hann á aðeins tveimur jafnfljótum.

Það var hins vegar ekki lögreglan í Reykjavík sem náði honum heldur maður að nafni Vagn Jóhannesson. Hann var glímukappi og notaði einmitt fangbrögð úr glímunni til að leggja nakta manninn að velli.

 

Með buxurnar á hælunum

Þetta föstudagskvöld, um klukkan hálf tíu, var Vagn í mestu makindum á heimili sínu að Sjafnargötu 8. Hann var búinn að koma sér vel fyrir, í innisloppnum og inniskónum, þegar nágrannastúlka af neðri hæð hússins bankaði upp á. Hún var á fermingaraldri og sagði Vagni að nakti maðurinn alræmdi væri úti á Sjafnargötunni að sýna dónalegar kúnstir. Það þó kalt væri og snjór á götum.

Vagn kastaði af sér sloppnum og hélt rakleiðis út á götuna þar sem hann fann nakta manninn. Var hann staddur úti á miðri götu, fyrir framan hús númer 4. Hann var þó ekki alls nakinn, enda miður vetur. Var hann með buxurnar á hælunum og skyrtuna bretta upp yfir kviðinn. Þegar nakti maðurinn sá Vagn koma aðvífandi, girti hann upp um sig og tók öskrandi á rás.

 

Amerískur og sennilega vanheill á geði

Vagn lét það ekki aftra sér og hljóp á eftir honum. Varð úr mikill eltingaleikur í gegnum garða og yfir girðingar Þingholtanna. Fyrir horn og yfir götur í slabbi og myrkri. Á Fjölnisvegi endaði leikurinn því að nakti maðurinn rakst þar á stóran vegg sem hann komst ekki yfir. Vagn var þá þegar kominn nokkuð nálægt honum.

Nakti maðurinn gafst hins vegar ekki upp heldur sneri sér snöggt við og kýldi Vagn, sem kom hlaupandi, fast í bringuna. Vagn lét það ekki á sig fá og beitti nú brögðum úr íþrótt sinni á nakta manninn. Felldi Vagn hann með hnéhnykk og stökk síðan ofan á hann. Eftir nokkrar ryskingar í jörðinni náði Vagn hálstaki á nakta manninum. Gat hann ekki losað sig og þrengdi nú svo að öndunarveginum að hann varð öllu rólegri.

Íbúar í nálægum húsum tóku vitaskuld eftir þessari óvanalegu rimmu og fylgdust með henni. Þegar Vagn hafði náð hálstakinu komu aðrir út og aðstoðuðu hann við að halda nakta manninum. Var hann færður inn í nálægt hús og hringt á lögregluna. Þar var hann vaktaður uns lögregluþjónar komu og höfðu hann á brott með sér.

Kom þá í ljós að maðurinn var amerískur hermaður og óvíst hvort hann væri undir áhrifum áfengis. Fannst mönnum líklegra að hann væri haldinn einhverjum andlegum kvillum. Fréttist þó ekki meira af honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife