fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Skagfirskur vinnumaður hýddi son sinn til dauða

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 2. desember 2018 21:00

Hýðingar Algeng refsing á miðöldum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf barna var ekki alltaf auðvelt á Íslandi í gegnum aldirnar. Voru þau gjarnan beitt harðræði og ofbeldi af hálfu foreldra sinna og annarra húsbænda. Árið 1662 kom upp hrottalegt manndrápsmál þegar vinnumaður í Skagafirði húðstrýkti son sinn til dauða. Um málið var skrifað í Vallholtsannál.

Sigurður Bergsson hét vinnumaður á bænum Minni Grindli í Fljótum í Skagafirði. Hann átti tólf ára gamlan son sem var lýst sem vesælum að vexti. Þessi sonur átti það til að stela mat úr búrinu vegna svengdar og þoldi húsbóndinn það illa. Skipaði hann Sigurði því að hirta drenginn.

Sigurður húðstrýkti son sinn fyrst í bæjardyrunum og skipaði honum að afklæðast sem hann gerði. Batt Sigurður þá reipi utan um fætur sonar síns og festi hann upp í bita. Þá hýddi Sigurður hann með vendi þangað til að „af dró hljóðin.“ Þrisvar sinnum bætti Sigurður á vöndinn.

Þegar sonurinn var loksins leystur var hann mjög illa haldinn. Gekk hann inn á baðstofu og bað um að fá að drekka. Seinna um kvöldið lést hann af sárum sínum.

Eftir þetta kom sýslumaður og færði Sigurð í járn. Var hann í kjölfarið fluttur af bænum og til Reynistaðar. Komu menn í héraði sér ekki saman um hvaða refsingu Sigurður skyldi fá og var málinu vísað til Alþingis. Ekki er þess getið hver örlög hans urðu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“