Séra Eiríkur Stefánsson prófastur framkvæmdi vígsluna og var það síðasta embættisverk hans á 49 ára ferli. Voru það synir Ingvars Jónssonar og Jónínu Kristjánsdóttur á Hvítárbakka sem giftu sig, þrír af þeim systrunum í Austurhlíð, dætrum Guðmundar Magnússonar og Elínar Ólafsdóttur.
Voru brúðhjónin eftirfarandi: Kristinn og Sigríður, Hárlaugur og Guðrún og Sumarliði og Eygló. Stefndu tvö síðarnefndu hjónin að því að hefja búskap á Hvítársíðu. Fjórði bróðirinn, Kormákur, gekk að eiga Erlu Sólveigu frá Sólheimum í Hrunamannahreppi og settust þau að þar.
Eftir vígsluna var haldin mikil veisla að Geysi í Haukadal. Um 130 gestir sungu og dönsuðu fram á nótt.