fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Þingmaður missti framan af fingrum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 25. nóvember 2018 18:00

Á sjó Jón Kristjánsson fer um borð í Hólmanesið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Kristjánsson átti rúmlega tuttugu ára farsælan feril á Alþingi. Fyrst sem þingmaður Austurlands og síðar fyrir Norðausturkjördæmi. Árin 2001 til 2006 gegndi hann embætti heilbrigðisráðherra um tíma og félagsmálaráðherra einnig. Snemma á þingferlinum varð hann hins vegar fyrir slysi á sjó og missti framan af tveimur fingrum.

 

Vildi kynnast störfum um borð

„Við vorum að slaka vörpunni út og ég klemmdist undir öðrum togvírnum aftur í rennunni,“ sagði Jón við DV þann 26. júlí árið 1986. Hafði hann þá orðið fyrir slysi tveimur dögum áður um borð í skuttogaranum Hólmanesi sem gerði út frá Eskifirði.

Jón hafði verið alþingismaður frá árinu 1983 og varaþingmaður í fimm ár fyrir það. Jón er frá Egilsstöðum og hafði fyrir þingmennskuna starfað sem verslunarstjóri hjá kaupfélaginu á Héraði og félagsmálafulltrúi. Jón var jafnframt stjórnarformaður kaupfélagsins sem átti helminginn í Hólmanesinu. Sjóferðir voru ekki eitthvað sem Jón fór í reglulega. Var þetta til þess að kynnast störfum um borð í togurum.

 

Á sjó
Jón Kristjánsson fer um borð í Hólmanesið.

Bar sig karlmannlega

Miðvikudaginn 23. júlí hélt hann á miðin og byrjaði túrinn vel. Um 15 til 20 tonn af afla voru komin um borð þegar slysið gerðist. Jón missti framan af tveimur fingrum og þremur tímum síðar var stefnan tekin á Eskifjörð. Farið var með Jón til Egilsstaða og þaðan flogið á Akureyri þar sem Jón lagðist inn á Fjórðungssjúkrahúsið.

Jón bar sig karlmannlega þegar blaðamenn heimsóttu hann á spítalann. Hann sagði: „Ég veit satt að segja ekki hve mikið fór framan af fingrunum en þetta gat vart verið minna, held ég, fyrst þetta var að koma fyrir mig á annað borð.“

Sagðist hann ekki ætla á sjóinn í bráð eftir þetta. „Ég þarf líka að fara að sinna öðrum störfum, það eru að byrja fundahöld vegna þingstarfanna.“ Við hlið Jóns lá blómvöndur frá útgerðinni. „Þeir sendu mér þetta í morgun með ósk um góðan bata, þeim þótti þetta mjög miður, strákunum um borð.“ Jón sagði að sér liði vel miðað við aðstæður. „Ég er brattur og á von á því að útskrifast fljótlega af sjúkrahúsinu, jafn vel á morgun.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024