fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Rússneska byltingin

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. nóvember 2018 15:00

1905 Blóðug bylting í rússneska keisaradæminu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska byltingin 1917 var einn merkasti pólitíski atburður síðustu aldar og hefur sett mark sitt á heimsmálin síðan. Þessi blóðuga bylting batt enda á valdatíð Romanov-fjölskyldunnar. Í byltingunni náðu bolsévikar, undir forystu Vladimírs Lenín, að komast til valda og binda enda á valdatíð keisarans. Bolsévikar urðu síðar Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna. Hér verður stiklað á stóru um aðdraganda rússnesku byltingarinnar, Októberbyltinguna, og hana sjálfa.

Öldum saman höfðu keisarar ráðið lögum og lofum í Rússlandi en með byltingunni 1917 var endi bundinn á völd þeirra. Byltingin hafði mikil áhrif á stjórnmál og félagsmál og lagði grunninn að stofnun Sovétríkjanna. Allt gerðist þetta á skömmum tíma en undir friðsælu yfirborðinu hafði óánægja Rússa kraumað öldum saman.

Í upphafi tuttugustu aldarinnar var Rússland eitt fátækasta ríki Evrópu. Landbúnaður var mikilvægur og kotbændur voru fjölmargir. Stétt fátækra verkamanna fór sístækkandi. Í vestanverðri álfunni var litið á Rússland sem vanþróað ríki. Undir stjórn keisarans voru bændur neyddir til að þjóna landeigendum, aðalsmönnum, langt fram eftir nítjándu öldinni. Í vestanverðri Evrópu hafði þetta fyrirkomulag lagst af við lok miðalda. Það var ekki fyrr en 1861 sem Rússar aflögðu þetta fyrirkomulag. Það hafði síðan áhrif á þá atburðarás sem endaði með rússnesku byltingunni því með þessari breytingu fengu bændur meira frelsi til að skipuleggja sig.

 

Byltingin 1905

Iðnvæðingin hófst mun síðar í Rússlandi en í vestanverðri Evrópu og Bandaríkjunum. Þegar hún hófst loks um aldamótin hafði hún strax mikil félagsleg og stjórnmálaleg áhrif. Frá 1890 til 1910 tvöfaldaðist næstum því til dæmis íbúafjöldi St. Pétursborgar og Moskvu. Þetta hafði í för með sér mikil þrengsli og slæm lífsskilyrði hinnar nýju stéttar rússneskra verkamanna. Mikil mótmæli rússneskra verkamanna gegn einveldinu enduðu með miklu blóðbaði 1905 en þá drápu hersveitir keisarans mörg hundruð óvopnaða mótmælendur. Fjöldamorðið hratt af stað byltingu 1905 en reiðir verkamenn gripu þá til umfangsmikilla verkfalla um allt land. Keisarinn, Nikulás II., brást við þessu með því að heita umbótum á þinginu til að það gæti unnið að endurbótum.

Rússar blönduðu sér í fyrri heimsstyrjöldina í ágúst 1914 og studdu Serba og franska og breska bandamenn þeirra. Þátttakan í stríðinu reyndist afdrifarík fyrir Rússa. Hernaðarlega séð höfðu þeir ekki roð við hinu iðnvædda Þýskalandi og mannfallið var meira en hjá nokkurri annarri þjóð í stríðum fram til þessa. Matar- og eldsneytisskortur herjaði á Rússlandi og verðbólgan fór upp úr öllu valdi. Allt var þetta til að kynda undir óánægju þjóðarinnar.

Þetta og ýmislegt annað sem gerðist í stjórnmálum og hjá keisarafjölskyldunni endaði síðan með að mótmælendur streymdu út á götur St. Pétursborgar (sem hét þá Petrograd) í febrúar 1917 og kröfðust betri lífskjara. Þeim lenti saman við lögregluna en neituðu að gefa sig. Í mars var herinn kallaður út til að bæla uppreisnina niður og voru margir mótmælendur skotnir til bana. En þeir gáfust ekki upp og héldu stöðu sinni á götum borgarinnar. Á endanum fóru hermennirnir að hika. Þann 12. mars var mynduð bráðabirgðaríkisstjórn á þinginu og nokkrum dögum síðar afsalaði keisarinn sér krúnunni og þar með var valdatíma Romanov-fjölskyldunnar lokið.

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar komu á laggirnar frjálslyndum áætlunum um mannréttindi á borð við málfrelsi, jafnræði fyrir lögum og rétti til að mynda stéttarfélög og fara í verkföll. Ríkisstjórnin var mótfallin ofbeldisfullri félagslegri byltingu. En óróleikinn í samfélaginu hélt áfram að vaxa.

Bolsévikar
Trotsky, Lenín og Kamenev.

Októberbyltingin

Í byrjun nóvember létu bolsévikar, undir forystu Leníns, til skarar skríða og hrundu byltingu af stað. Þeir náðu að velta ríkisstjórninni og taka völdin. Ríkisstjórnin hafði verið saman sett af mönnum úr borgarastéttinni, auðvaldssinnum. Lenín kallaði eftir ríkisstjórn sem væri stýrt beint af ráðum hermanna, bænda og verkamanna.

Bolsévikar og bandamenn þeirra tóku stjórnarbyggingar á sitt vald sem og aðra mikilvæga staði og byggingar í St. Pétursborg. Þeir mynduðu síðan ríkisstjórn þar sem Lenín var í forsæti og varð hann þá fyrsti leiðtogi kommúnistaríkis.

Í kjölfar valdatöku bolsévika braust út borgarastyrjöld í Rússlandi en þar tókust á Rauði herinn og Hvíti herinn. Rauði herinn barðist fyrir ríkisstjórn bolsévika. Hvíti herinn var bandlag ýmissa, þar á meðal einveldissinna, kapítalista og stuðningsmanna lýðræðislegs sósíalisma. Borgarastríðið stóð til 1923 þegar  Rauði her Leníns hafði sigrað Hvíta herinn. Í framhaldi af ósigri Hvíta hersins voru Sovétríkin síðan mynduð.

Sovétríkin leystust síðan upp 1991 og Rússland varð til á nýjan leik sem og mörg önnur ríki sem höfðu tilheyrt Sovétríkjunum. Ekki þarf að efa að Sovétríkin og síðan Rússland hafa leikið stórt hlutverk á alþjóðasviðinu og mun Rússland væntanlega gera það um ókomna framtíð enda eitt af stórveldum heimsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Í gær

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd