fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fókus

Ölvaðir munkar ollu stórbruna á Möðruvöllum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 25. nóvember 2018 18:00

Ofdrykkja Algengt vandamál í klaustrum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1316 brunnu kirkjan og klaustrið á Möðruvöllum við Eyjafjörð til kaldra kola. Hægt hefði verið að komast hjá því stórtjóni því drukknir munkar báru ábyrgðina. Var þeim refsað af biskupi fyrir gáleysið.

Byggð hefur verið á Möðruvöllum allt frá landnámi og var staðurinn lengi vel eitt af mestu höfuðbólum landsins. Klaustur var þar stofnað árið 1296 af Jörundi Þorsteinssyni Hólabiskupi og dvöldu í því munkar úr Ágústínusarreglunni. Sex árum síðar var mikið fé lagt til kirkjubyggingar.

Tuttugu árum eftir stofnun klaustursins kom upp eldur á staðnum. Brunnu þá klaustrið og kirkjan með öllum skrúða og klukkum. Munkarnir höfðu komið drukknir heim af kaupstefnu á Gásum í Eyjafirði og var mikið svall í klaustrinu. Fóru þeir svo ógætilega með eld að hann læsti sig í refla sem héngu í kórnum.

Á þessum tíma var nýtekinn við Hólabiskupsdæmi Auðunn „rauði“ Þorbergsson frá Noregi. Var hann mjög reiður munkunum fyrir þetta og tók hart á þeim. Sendi hann þá alla í prestvist og sagði að sér bæri engin skylda til að endurreisa klaustrið vegna gáleysis þeirra.

Einn munkanna, Ingimundur Skútuson að nafni, kærði það fyrir erkibiskupnum í Niðarósi árið 1323 að nýtt klaustur hefði ekki verið byggt en biskup hirti tekjurnar af því sjálfur. Var þá tekinn nýr biskup við á Hólum, Lárentínus Kálfsson. Lét hann endurreisa klaustrið en deilur stóðu um stjórn þess árin á eftir. Þóttu munkarnir á Möðruvöllum einstaklega ódælir á þessum árum.

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi skrifaði leikrit árið 1926 um ölæði munkanna, Munkarnir á Möðruvöllum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina