fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Fókus

Einfalda tækið sem bjargað hefur þúsundum mannslífa: Ertu með svona á þínu heimili og ertu viss um að það virki?

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. nóvember 2018 17:00

Duane Pearsall Faðir reykskynjarans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef eldur kom upp í íbúðarhúsum í upphafi síðustu aldar voru um tíu prósent líkur á að heimilisfólkið myndi bíða bana. Hundrað árum síðar hefur tölfræðin sem betur fer breyst mikið og nú eru líkurnar á að fólk látist í eldsvoða í íbúðarhúsum eitt prósent. Þessar tölur eiga við í Bandaríkjunum og Bretlandi og eru væntanlega á svipuðu róli hér á landi. Ekki þarf að efast um að ein helsta orsök þessarar stórbættu tölfræði sé tilkoma reykskynjarans. Reykskynjarar eru ódýrt og einfalt tæki sem getur bjargað mannslífum.

Þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið undir lok nítjándu aldar. George Andrew Darby fékk einkaleyfi á fyrsta reykskynjaranum árið 1902 í Birmingham á Englandi. Tuttugu árum síðar var svissneski eðlisfræðingur Walter Jaeger að reyna að búa til gasskynjara en það gekk illa. Dag einn sat hann við skrifborðið sitt og kveikti sér í sígarettu. Honum til mikillar undrunar sá hann að „gasskynjarinn“ hans brást við reyknum frá sígarettunni. Þetta vakti áhuga hans og hann hóf þróun reykskynjara og lagði grunninn að reykskynjurum eins og við þekkjum þá í dag.

Reykskynjari
Þarfaþing á hverju heimili.

Samlandi hans, eðlisfræðingurinn Ernst Meli, þróaði árið 1939 tæki sem gat skynjað gas í námum. Hann fann einnig upp kalt-bakskaut sem gat magnað rafboðin, sem skynjarinn bjó til, svo mikið að þau náðu eyrum fólks. Þar með var jónaskynjandi reykskynjarinn kominn fram á sjónarsviðið. Þessi tegund reykskynjara var mjög dýr og á fárra færi að kaupa hana. Þegar hún kom á markað í Bandaríkunum í upphafi sjötta áratugarins var notkunin bundin við iðnaðar- og verslunarhúsnæði.

Duane Pearsall er talinn vera „faðir reykskynjarans“ en hann og kollegi hans, Stanley Bennett Peterson, þróuðu fyrsta reykjaskynjarann sem var ætlaður til notkunar á heimilum. Hann nefndist SmokeGard 700 og var úr eldþolnu stáli og eins og býkúpa í laginu. Skyjarinn notaði rafhlöðu og var því fjárhagslega hagkvæmur.

En reykskynjarar voru enn dýrir og ekki á allra færi að eignast þessi nauðsynjatæki en með frekari þróun og samkeppni í framleiðslu þeirra urðu þeir sífellt ódýrari og á flestra færi að kaupa þá. Salan jókst sífellt enda var farið að hamra á því að reykskynjarar björguðu mannslífum og hlutfall heimila, þar sem reykskynjarar voru, jókst sífellt. Í dag er talið að reykskynjarar séu á 96 prósentum bandarískra heimila og 85 prósentum breskra heimila. En það sorglega í þessu öllu saman er að talið er að um 30 prósent þessara reykskynjara virki ekki. Þeir eru of gamlir, engar rafhlöður í þeim eða að eigendurnir hafi ekki skipt um rafhlöður þegar þörf krefur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fullkomin íbúð fyrir miðbæjarrottuna – Laus strax fyrir rúmlega 60 milljónir

Fullkomin íbúð fyrir miðbæjarrottuna – Laus strax fyrir rúmlega 60 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hér á Íslandi er stór millistétt sem borgar brúsann, greiðir háa skatta af launum og lánum“

„Hér á Íslandi er stór millistétt sem borgar brúsann, greiðir háa skatta af launum og lánum“