fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Bjargræði Franska spítalans

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 8. október 2018 21:30

Franski spítalinn. Lindargötu 51.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnuleysið sem fylgdi kreppunni miklu olli því að fjölmargir Íslendingar áttu ekki til hnífs og skeiðar. Atvinnuleysistryggingar komu ekki til sögunnar fyrr en árið 1936 og því voru margir upp á náð og miskunn samborgara sinna komnir. Franski spítalinn varð einn helsti bjargráðastaður Reykvíkinga á fyrstu árum kreppunnar.

Franski spítalinn við Lindargötu 51 hafði áður verið athvarf Íslendinga á neyðartímum. Árið 1918 kom spænska veikin til landsins og lögðust þá margir þar inn. Einnig í miklum taugaveikifaraldri rúmum áratug fyrr. En í kreppunni miklu kom fólk þangað vegna hreinnar örbirgðar en ekki veikinda.

Þetta var fólk sem hafði ekkert lífsviðurværi, átti ekki fyrir mat og hafði misst húsnæðið. Til bráðabirgða gat þetta fólk gist í spítalanum á meðan pláss leyfði. Húsið var eitt af þeim glæsilegustu í Reykjavík, reist um aldamótin til að sinna frönskum sjómönnum.

Sannkallað neyðarástand ríkti og neituðu margir leigusalar að hleypa fólki inn nema það borgaði heilan vetur fyrirfram. Hundruð fjölskyldna um allt land voru leystar upp og meðlimum holað niður hér og þar.

Þann 2. janúar árið 1932 tók mötuneyti safnaðanna til starfa í Franska spítalanum. Tíu þúsund máltíðir voru gefnar þann vetur og 40 þúsund þann næsta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað