fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fókus

Skotið að Ísleifi Högnasyni

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. október 2018 18:00

Ísleifur Högnason. Stóð við glugga þegar kúla fór í gegnum rúðuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt þriðjudagsins 26. janúar árið 1932 var Ísleifi Högnasyni, verkalýðsleiðtoga í Vestmannaeyjum, sýnt banatilræði. Skotið var inn um glugga á heimili hans og minnstu munaði að kúlan hæfði hann. Heitar deilur voru í Vestmannaeyjum á þessum tíma í tengslum við útgerðarmál og gekk Ísleifur þar fremstur í flokki fyrir réttindum verkafólks.

Mánudagskvöldið 25. janúar bauð Ísleifur sex mönnum heim til sín eftir fund í félagi sínu og bjuggu þeir sig undir að fara klukkan eitt um nóttina. Rigning var úti, snjólaust og ekki dimmt. Ísleifur gekk um íbúðina fram hjá einum glugganum þegar skotið var frá götunni. Minnstu munaði að kúlan hæfði Ísleif og gat kom á rúðuna sem var úr svokölluðu vitagleri.

Mennirnir þorðu ekki að fara út fyrir en þegar þeir skyggndust út sáu þeir engan. Ekki heldur fundu þeir byssukúluna í herberginu. Þegar þeir loksins þorðu út sáu þeir engan fyrir utan en kölluðu til bæjarfógeta til að rannsaka málið.

Skotið var talið hafa komið úr riffli og málið rannsakað sem tilræði. Talið var að skotið hafi geigað vegna þess að tilræðismaðurinn hafi verið í töluverðri fjarlægð en auk þess var glerið í rúðunni þykkt.

Kommúnistar voru fljótir að setja atvikið í samhengi við annan fund sem var haldinn þetta kvöld í Breiðabliki. Þar komu saman stórútgerðarmenn sem voru helstu andstæðingar Ísleifs og verkalýðsfélagsins. Ekki voru hins vegar allir sammála um að tilræðið hefði átt sér stað. Hægrimenn héldu því fram að annaðhvort hefði gatið verið eftir steinvölu eða þá að Ísleifur hefði sviðsett atvikið. Ísleifur settist síðar á Alþingi fyrir Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“