fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Salmonellusmitaðir kjammar

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 13. október 2018 11:00

Kindahausar DV 1. desember 1989.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðjan nóvember árið 1989 varð uppi fótur og fit þegar salmonellusmit fannst í sviðakjömmum. Var þetta í fyrsta skipti sem sýkillinn greindist í íslenskum fjárafurðum.

Málið kom upp þegar karlmaður veiktist illa og var vistaður á sjúkrahúsi. Á heimili hans fundust átta sviðahausar með sýklinum í en tveir voru ósýktir. Ekki fannst sýkillinn þó í sviðasultu sem maðurinn hafði borðað.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Hollustuvernd ríkisins rannsökuðu málið og komust að því að um þúsundir hausa var að ræða. Komu þeir frá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi og sýkta féð frá einu héraði.

Salmonella hefur oftast fundist í fuglakjöti hérlendis en þó hefur hún einnig fundist í spendýrum. Til dæmis í folaldakjöti þetta sama ár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi