Málið kom upp þegar karlmaður veiktist illa og var vistaður á sjúkrahúsi. Á heimili hans fundust átta sviðahausar með sýklinum í en tveir voru ósýktir. Ekki fannst sýkillinn þó í sviðasultu sem maðurinn hafði borðað.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Hollustuvernd ríkisins rannsökuðu málið og komust að því að um þúsundir hausa var að ræða. Komu þeir frá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi og sýkta féð frá einu héraði.
Salmonella hefur oftast fundist í fuglakjöti hérlendis en þó hefur hún einnig fundist í spendýrum. Til dæmis í folaldakjöti þetta sama ár.