Nóbelsskáldið Halldór Laxness var stærsta afurð stefnunnar hér á landi. Á meðal annarra höfunda má nefna Jóhannes úr Kötlum og Stein Steinar. Verk þeirra eru rammpólitísk en jafnframt greinandi fyrir þær þjóðfélagsbreytingar sem áttu sér stað á þessum tíma þegar sveitasamfélagið var að líða undir lok.
Salka Valka eftir Laxness kom út árið 1931 og Rauður loginn brann eftir Stein Steinar árið 1934. Bæði tímamótalistaverk sem eru innblásin af sósíalisma. Áhrif stefnunnar vörðu hér á landi allt til ársins 1950 eða þar um kring.