fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Félagslegt raunsæi

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 8. október 2018 20:00

Halldór Laxness. Afurð félagslegs raunsæis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðmæti verða ekki aðeins metin í krónum og aurum og er sá listræni arfur sem spratt upp úr kreppunni dæmi um það. Félagslegt raunsæi er heitið sem hefur verið notað til að ramma inn þau skáld sem spruttu upp á þessum tíma. Þau reyndu að lýsa brauðstriti almennings á sem raunsæjastan hátt út frá sjónarhóli stéttabaráttunnar.

Nóbelsskáldið Halldór Laxness var stærsta afurð stefnunnar hér á landi. Á meðal annarra höfunda má nefna Jóhannes úr Kötlum og Stein Steinar. Verk þeirra eru rammpólitísk en jafnframt greinandi fyrir þær þjóðfélagsbreytingar sem áttu sér stað á þessum tíma þegar sveitasamfélagið var að líða undir lok.

Salka Valka eftir Laxness kom út árið 1931 og Rauður loginn brann eftir Stein Steinar árið 1934. Bæði tímamótalistaverk sem eru innblásin af sósíalisma. Áhrif stefnunnar vörðu hér á landi allt til ársins 1950 eða þar um kring.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu