fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Vessa- og hægðasprengja í Kirkjuhúsi

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 23. september 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin: Gestum Listahátíðar árið 1998 stóð ekki á sama þegar brestir komu í glerlistaverk sem innihélt meðal annars saur, þvag og annan líkamlegan úrgang. Verkið, sem var geymt í Kirkjuhúsinu, sprakk og loka þurfti búðinni í marga daga.

„Þetta var flaska sem sat í svampi. Það var verið að færa verkið til þegar það skemmdist,“ sagði Jón Proppé, ritstjóri Art.is, í samtali við DV 9. júní árið 1998. „Það segir sig auðvitað sjálft að ef svona flaska opnast kemur fýla. Ég held samt að allir starfsmenn Kirkjuhússins séu nokkuð heilir.“

Umrætt verk hét „Tikk Takk“ og var eftir listaparið Ólaf Árna Ólafsson og Libiu Perez de Siles de Castro. Sýningin bar heitið „Flögð undir fögru skinni“ og var í Nýlistasafninu og fjórtán verslunargluggum á Laugaveginum. Ólafur og Libia voru búsett í Hollandi og fluttu verkið sérstaklega til landsins fyrir sýninguna.

Biskup beðinn afsökunar

Verkið var gert úr öllum hugsanlegum mannlegum vessum og úrgangi, svo sem hægðum, hlandi, blóði, tíðablóði, tárum, svita og hori og geymt í tíu lítra formalínskrukku. Áhorfendur og starfsmenn Kirkjuhússins hafa þó kannski ekki áttað sig á úr hverju verkið var því það var ekki auglýst sérstaklega. Fýlan, þegar flaskan sprakk eftir vikusetu í Kirkjuhúsinu, leyndi sér þó ekki.

„Hvað eruð þið búin að láta okkur fá?“ spurði yfirmaður Kirkjuhússins, Hannes Sigurðsson, sem sá um sýninguna. Hafði starfsfólk þar talið að hinn mannlegi úrgangur væri rusl en ekki vessar og hægðir. Hannes mætti á svæðið og sagði Fréttablaðinu frá því:

„Ég kom þarna inn og hef aldrei á ævi minni fundið aðra eins lykt og þá sem steig upp eftir allri byggingunni og upp í biskupsstofu. Þetta var lykt frá helvíti.“

Það þurfti að kalla til hreinsiteymi í sérstökum búningum til að þrífa óþverrann upp og loka þurfti búðinni í viku. Hannes gekk svo á fund Karls Sigurbjörnssonar biskups með blómvönd og gjöf og baðst innilegrar afsökunar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni