fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fókus

Björg stökk fyrst kvenna í fallhlíf á Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 23. september 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. júní árið 1967 var brotið blað í áhættuíþróttasögu landsins þegar fyrsta konan fór í fallhlífarstökk hér á landi. Það var Björg Kofoed-Hansen, átján ára, sem varpaði sér úr flugvél yfir Sandskeiði, austan við Reykjavík. Faðir hennar var Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri og fyrrverandi lögreglumaður, en hann stökk ári áður, fyrstur karla.

Blaðamenn Morgunblaðsins fylgdust með stökkinu og þegar þeir komu að var Eiríkur Kristinsson, flugumferðarstjóri og fallhlífarstökkskennari, að gefa Björgu síðustu leiðbeiningarnar. „Mundu nú að telja,“ sagði Einar og Björg virtist ókvíðin.

Vélin tók á loft og hringsólaði nokkra hringi yfir útbreiddu marki. Björg stökk út og fimm sekúndum síðar opnaðist hlífin. Töluverður vindur var á Sandskeiði og Björg sveif nokkuð frá markinu en eftir tveggja mínútna svif lenti hún heilu og höldnu.

„Þetta var stórkostlegt,“ sagði Björg eftir lendinguna. Sagði hún blaðamanni að hún hefði aldrei komið auga á markið en jafnframt að hún hefði aldrei orðið hrædd. „Það var enginn tími til slíks.“

Björg sagðist ætla að halda áfram og gæti vart beðið eftir næsta stökki. Hún sagði að áhuginn hefði kviknað eftir að faðir hennar stökk ári áður. Þá hafi hún strax byrjað að læra sjálf. Hún stóð við stóru orðin og stökk fjórum sinnum á tveimur árum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“
Fókus
Í gær

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni