fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Ford lét grípa síðasta andardrátt Edison

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 8. september 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Edison var einn af merkilegustu uppfinningamönnum sögunnar. Meðal uppfinninga hans má nefna kvikmyndatökuvélina, grammófóninn og ljósaperur fyrir almenning. Einkaleyfi hans voru yfir þúsund talsins. Svo merkilegur þótti hann að síðasti andardrátturinn var gripinn í sýnisglas og er nú geymdur á safni.

 

Taldi hægt að endurlífga Edison

Thomas Edison var ekki aðeins uppfinningamaður heldur iðnjöfur og stóð til að mynda fyrir rafvæðingu New York-borgar. Fyrirtæki hans hét Edison Illuminating Company og var með starfstöðvar víðs vegar um Bandaríkin. Ungur Henry Ford starfaði hjá fyrirtækinu í Detroit og hitti sjálfan Edison á ráðstefnu þar árið 1896. Ford var þá að vinna að gerð bílvélar og Edison var hrifin af því. Eftir þetta urðu þeir góðir vinir og Ford leit ávallt á Edison sem sína helstu fyrirmynd.

Þann 18. október árið 1931 lést Edison á heimili sínu í New Jersey, 84 ára gamall, eftir langvinna baráttu við sykursýki. Þegar dauðastríð Edison hófst hringdi Ford í son hans, Charles, og bað hann um að varðveita síðasta andardrátt föður síns.

Henry Ford var hjátrúarfullur maður, rétt eins og Edison sjálfur, og trúaður á spíritisma. Hann trúði því að í síðasta andardrættinum færi sálin úr líkamanum og ef andardrátturinn næðist væri hugsanlega hægt að að lífga Edison aftur við í framtíðinni með nýrri tækni. Þess vegna bað hann Charles um að setja sýnaglas upp að vörum föður síns við andlátið.

Charles fylgdi fyrirmælunum að hluta. Hann setti ekki glas upp að vörum föður síns heldur stillti átta sýnaglösum upp í kringum dánarbeðinn. Þegar hann var látinn var læknir fenginn til að innsigla glösin með paraffínvaxi. Henry Ford fékk eitt af þessum glösum til eignar.

Ford og Edison voru miklir mátar

Týndist í áratugi

Henry Ford sjálfur lést árið 1947 og þegar eiginkona hans Clara lést þremur árum síðar var glasið skráð sem eign búsins. En svo var glasið týnt í næstum þrjá áratugi þar til það fannst í kassa á Henry Ford-safninu í Detroit árið 1978. Síðan þá hefur síðasti andardráttur Edison verið til sýnis þar.

Hvað um hin sjö glösin varð er erfiðara að segja en virðist sem þau hafi fjölgað sér í gegnum tíðina. Í búi Edison-fjölskyldunnar eru samtals 42 sýnaglös merkt sem síðasti andardráttur snillingsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024