fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Steinaldarfólk framkvæmdi heilaskurðaðgerðir

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. ágúst 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilaskurðaðgerðir eru meðal flóknustu aðgerða sem framkvæmdar eru í sjúkrahúsum nútímans en þær eru þó langt frá því að vera nýjar af nálinni. Fólk hefur verið að brjótast í gegnum hauskúpur og lækna kvilla, með misgóðum árangri, síðan á steinöld.

Tæki til að framkvæma kúpuborun.

Lífslíkur góðar

Fornleifafræðingar hafa grafið upp þúsundir hauskúpa sem eiga það sameiginlegt að hafa stórt hringlaga gat, yfirleitt á annarri hliðinni. Einnig hafa fundist hellamálverk þar sem sjá má fólk framkvæma þessa aðgerð, svo nefnda kúpuborun, á höfði með oddhvössu verkfæri sem borað var inn í gegnum kúpuna. Þessa sögu má síðan rekja fram á miðaldir í öllum heimshornum en þá virðist þessum sið hafa verið hætt á flestum stöðum. Mannfræðingar sem rannsökuðu ættbálkasamfélög í Afríku og Pólýnesíu komust þó að því að þessar aðgerðir voru enn stundaðar í upphafi 20. aldar.

Vísindamenn eru ekki allir sammála um af hverju þetta var gert en flestir telja að tilgangurinn hafi verið að minnka sársauka, til dæmis vegna mígrenis, til að lækna geðveiki, flogaveiki og jafn vel að hrekja út illa anda. Hauskúpurnar sem fundist hafa með þessum götum hafa sýnt merki um taugasjúkdóma eða heilasköddun, oft á sama svæði og borað var í.

Í Grikklandi til forna var þetta stundað og sjálfur Hippókrates, faðir læknisfræðinnar, gaf nákvæmar lýsingar á því hvernig aðgerðin ætti að fara fram. Ef rétt var staðið að voru lífslíkur sjúklingsins merkilega háar og sýkingarhætta lítil. Sérstök tól voru búin til til að framkvæma þessar aðgerðir og tóku þær miklum framförum í gegnum aldirnar. Beittir hnífar, borar, krókar, pinnar, þvingur og fleira.

 

Trúarlegur tilgangur

Trúarlegt hlutverk þessara aðgerða fékk byr undir báða vængi árið 1997 þegar fornleifafræðingar í rússnesku borginni Rostov fundu gröf með sjö beinagrindum, fimm til sjö þúsund ára gamlar. Um var að ræða bein þriggja karlmanna, tveggja kvenna, einnar unglingsstúlku og barns á öðru ári. Gat var á hauskúpum allra nema eins karlmannsins og smábarnsins sem er merkilegt þar sem þessar aðgerðir voru mun sjaldgæfari í Rússlandi en víða annars staðar.

Það sem var óvanalegt við þessar aðgerðir er að holurnar voru á hvirfli höfuðkúpanna en ekki á hliðinni. Mjög sjaldgæft er að finna kúpu með holu á þessum stað, enda er hvirfilssvæðið viðkvæmt og mikil hætta á blæðingu og dauða ef farið er þar inn. Auk þess sýndu hauskúpurnar í Rostov engin merki heilaskaða eða taugasjúkdóma. Fundurinn var því fordæmalaus. Mannfræðingurinn Elena Bativa rannsakaði höfuðkúpurnar í samhengi við aðra fundi og setti fram þá kenningu að aðgerðirnar hefðu verið framkvæmdar á svæðinu í kringum Rostov sem helgisiður. Óvíst er hvort tilgangurinn hafi verið að gefa fólki einhverja sérstaka eiginleika sem aðrir höfðu ekki. Ljóst er að þetta voru ekki mannfórnir því fólkið í gröfinni hafði allt lifað í þó nokkurn tíma eftir aðgerðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“