Séra Helgi starfaði um árabil sem prestur á Þorlákshöfn, í Hrísey og í Glerárkirkju á Akureyri. Síðar færði hann sig um set og gerðist trúboði í Afríkuríkjunum Eþíópíu og Senegal og þá starfaði hann mikið með börnum. Einnig starfaði hann fyrir kristniboðssamtök í Noregi.
Árið 2010 leitaði einn þolandi til kirkjunnar og talaði prestur hans máli. DV fjallaði um málið þann 20. september þetta sama ár. Málinu var vísað til fagráðsins og var þar rætt við tvo þolendur Helga og hann sjálfan. Hann játaði brot sín fyrir fagráði og fór í kjölfarið úr landi.
DV hefur heimildir fyrir því að þolendur Helga séu fleiri og svipti einn þeirra sig lífi. Vinur hans ræddi við DV um þetta:
„Hann lýsti því þannig að presturinn hefði komið inn til hans um miðja nótt, skriðið undir sængina hjá honum og átt eitthvað við hann. Hann hefði svo vaknað við það að hann væri að á káfa á honum.“
Ekki hefur verið rannsakað hvort Helgi hafi brotið á drengjum í Afríku þar sem mörg börn eru umkomulaus og eftirlitið lítið sem ekkert.