fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Syndir kirkjunnar: Séra Georg og Margrét misnotuðu börn í áratugi

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 25. ágúst 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaþólski presturinn séra Ágúst George frá Hollandi og þýski kennarinn Margrét Muller ráku Landakotsskóla á árunum 1954 til 1990 og sumarbúðir í Rifstúni í Ölfusi. Lengi höfðu sögusagnir um slæma meðferð þeirra á börnunum kraumað undir yfirborðinu og árið 2011 komu frásagnir þolenda loks upp á yfirborðið. Þolendur lýstu þá skelfilegu ofbeldi, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu.

Misnotuðu börnin saman

Í ágúst árið 2011 var skipuð rannsóknarnefnd af kaþólsku kirkjunni til að rannsaka verknaði séra Georgs og Margrétar Muller sem voru lengi elskendur. Átta fyrrverandi nemendur við Landakotsskóla sögðu nefndarmönnum frá ofbeldi af hálfu þeirra, elsta dæmið var frá árinu 1956 og það yngsta frá 1988.

Séra Georg káfaði oft á börnunum í skólanum, bæði innan og utan klæða, á bringu og kynfærum. Skipaði hann þeim að girða niðrum sig, leggjast á kné honum og setti hann þá fingur sína inn í kynfæri og endaþarm þeirra. Dæmi voru um að drengir hafi verið neyddir til að fróa honum og veita munnmök. Sagði hann börnunum að foreldrar þeirra hefðu gefið leyfi fyrir slíkri refsingu.

Margrét beitti börnin einnig grófu kynferðisofbeldi, káfaði á kynfærum þeirra, hafði munnmök við drengi, lét þá káfa á brjóstum sínum og fleira í þeim dúr. Stundum misnotuðu þau börnin saman og stundum gerði Margrét það á meðan séra Georg fylgdist með og fróaði sér. Þá létu þau börnin nudda kynfærum sínum saman á meðan þau horfðu á.

Þetta kynferðisofbeldi átti sér stað í skólanum sjálfum, í vistarveru Georgs í prestshúsinu, vistarveru Margrétar í Landakotsskóla og í sumarbúðum kirkjunnar á Riftúni. Sumir nemendur máttu þola ofbeldi um árabil, jafn vel tvisvar til þrisvar í viku.

Séra Georg hlaut fálkaorðuna árið 1994

Annað starfsfólk aðhafðist ekkert

Líkamlegt ofbeldi átti sér stað sem og andlegt, sérstaklega af hálfu Margrétar. Lagði hún nemendur í einelti og niðurlægði þá fyrir framan bekkinn þeirra. Yfirleitt voru þetta nemendur sem áttu í erfiðleikum með nám og voru félagslega veikir fyrir. Í sumarbúðunum á Riftúni kom það fyrir að nemendur voru neyddir til að standa fyrir utan svefnskála heila nótt og neyddir til að borða nánast óætan mat.

Öðru starfsfólki kirkjunnar var gert viðvart um háttsemi séra Georgs og Margrétar en ávallt var það þaggað niður. Georg fékk fálkaorðuna árið 1994 fyrir störf sín og lést hann 16. júní árið 2008. Rúmum tveimur mánuðum síðar framdi Margrét sjálfsvíg þegar hún kastaði sér úr turni skólans. Þann 2. nóvember árið 2012 gaf kaþólska kirkjan út skýrslu um glæpi þeirra og árið 2015 samþykkti Alþingi að greiða út sanngirnisbætur til þolenda.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“