Árið 1297 var gerð „sáttargerð“ í Ögvaldsnesi, með milligöngu konungs, og fékk kirkjan þá forræði eigna sinna. Stóðu þessar jarðir undir prestastéttinni allt til ársins 1907.
Þá afsalaði kirkjan sér jörðunum og stofnaður var prestlaunasjóður í staðinn. En vegna efnahagsþrenginga og slæmrar stjórnunar varð sjóðurinn gjaldþrota árið 1921 en ríkið hélt áfram að greiða prestum laun.
Árið 1997 var svo samið á ný um að kirkjujarðirnar skyldu ríkiseign og að prestar fengju laun frá ríkinu í staðinn. Ríkið keypti sem sé aftur jarðirnar sem það hafði átt í 90 ár.