fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fókus

Konungurinn sem hélt að hann væri úr gleri

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 19. ágúst 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl VI var konungur Frakklands frá 1380 til 1422 og bar hann tvö viðurnefni. Hinn elskaði, af því að hann kom skikk á fjárhag landsins eftir óráðsíu föður síns, Karls V, og losaði krúnuna við óæskilega ráðgjafa. Einnig hinn brjálaði, af því að hann hélt að hann væri úr gleri.

Sumarið 1392 var Karl í veiðiferð ásamt fylgdarliði sínu á Bretaníuskaga en hann var þá 23 ára gamall. Skyndilega fékk hann brjálæðiskast og hjó niður einn af riddurum sínum. Síðan réðst hann á fylgdarliðið og náði að drepa þrjá til viðbótar áður en aðrir náðu að yfirbuga hann. Karl átti eftir að fá mörg slík köst í gegnum tíðina en ekki alltaf ofbeldisfull. Stundum þekkti hann ekki drottninguna eða börn sín og stundum ekki einu sinni sitt eigið nafn. Allir voru þó sammála um að hann væri góður stjórnandi þegar hann var heill.

Þegar Karl fékk sín köst og var hvað brothættastur taldi hann sig vera gerðan úr gleri. Þá óttaðist hann það mjög að brotna og bannaði fólki að snerta sig. Til að verja líkama sinn klæddi hann sig í mörg lög af fatnaði og var vel dúðaður. Hann lét þetta þó ekki stöðva sig í að sinna áhugamálum sínum. Karl var mikill veiðimaður og alltaf á ferðinni en þurfti þó sérstaklega að passa sig. En oft var hann þó mjög hræddur og sat þá grafkyrr í herbergi sínu. Hann taldi að ein röng hreyfing gæti splundrað honum.

Karl var ekki sá eini sem þjáðst hefur af ranghugmyndum um að vera úr gleri. Dæmi eru um annað aðalsfólk frá miðöldum með sömu einkenni og lærð rit voru skrifuð um þau. Tilfellum fækkaði mjög eftir iðnbyltingu en þau eru enn til staðar í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“