Á árunum 1975 til 1985 keppti hann í ralli með bróður sínum Jóni (í Bílahöllinni) og unnu þeir alls átján titla, þar af fjóra Íslandsmeistaratitla.
Árið 1981 héldu þeir bræður út til Svíþjóðar og urðu fyrstir Íslendinga til að keppa í ralli á erlendri grund.
Eftir þessi tíu ár hætti Ómar en Jón hélt þá áfram í tuttugu ár til viðbótar með sonum sínum, Rúnari og Baldri.