Ríó tríó skipuðu þeir Ólafur Þórðarson, Helgi Pétursson og Ágúst Atlason. Þeir voru um tíma ein vinsælasta hljómsveit landsins og ásamt Þremur á palli og Savanna tríóinu með stærstu þjóðlagahljómsveitum Íslandssögunnar.
Ríó-menn klæddust oft búningum, sér í lagi þegar þeir komu fram í sjónvarpi. Í eitt skiptið klæddust þeir kjólum og voru með farða en það var á tónleikum í Austurbæjarbíói og þá kölluðu þeir sig Mánasystur.
Þeir sungu aðeins eitt lag, Ástin mín eina Steini, og þá í mikilli falsettu. Meirihlutinn af sýningunni fór í að segja skrýtlur og sögur.