Árið 1990 gaf hann út plötuna Of feit fyrir mig sem vakti mikla athygli. Þar voru þekkt lög eins og Ég er afi minn og Hlussan. En titillagið vakti þó upp nokkra reiði, sér í lagi hjá konum í yfirvigt.
„Ég var að árita plötur og þá kom ein kona og var alveg brjáluð. Hún sagði að ef við værum í Bandaríkjunum væri búið að kæra mig,“ sagði Laddi í viðtali við DV en lagið er einmitt amerískt að uppruna.
Grínverjinn var annað lag og persóna sem vakti reiði, en hann var til dæmis notaður í auglýsingum fyrir flugelda. Kínverskir innflytjendur móðguðust svo mikið að Laddi hætti að koma fram sem Grínverjinn.