fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

TÍMAVÉLIN: Þegar Vigdís Finnbogadóttir var skoruð á hólm

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 21. júní 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1988 fékk Vigdís Finnbogadóttir mótframboð í forsetakosningunum þegar Sigrún Þorsteinsdóttir úr Flokki mannsins skoraði hana á hólm.

Á þessum tíma þótti mörgum ósvífni að fara gegn sitjandi forseta og sóun á peningum ríkissjóðs.

En Sigrúnu var full alvara með framboðinu og krafðist þess að fá að mæta Vigdísi í sjónvarpskappræðum sem sú síðarnefnda hafnaði.

Hugmyndir Sigrúnar um embættið voru af allt öðrum meiði en tíðkast hafði og hún taldi að forsetinn ætti að beita sér í pólitík með því að beita synjunarvaldinu.

Kjörsóknin var aðeins 72 prósent en Sigrún fékk mun fleiri atkvæði en búist hafði verið við, eða rúmlega sex prósent.

Næsti sitjandi forseti til að fá mótframboð var Ólafur Ragnar Grímsson árið 2004, frá Baldri Ágústssyni og Ástþóri Magnússyni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“