Lögreglan tók við sér og fann umræddan vagn þar sem ung stúlka sat undir stýri. En ekki hafði hún stolið vagninum heldur var hún að æfa sig fyrir sumarstarf.
„Það var auglýst eftir strætóbílstjórum og ég sótti um eins og margir aðrir. Ég fékk vilyrði fyrir vinnu og fór því á meiraprófsnámskeið,“ sagði Kristjana Bergsdóttir, 22 ára nemi í Háskóla Íslands, í samtali við Vísi.
Kristjana var fyrsti kvenstrætóbílstjórinn og Karl Árnason, forstöðumaður SVK, sagði það furðu sæta að:
„kvenfólk skuli ekki áður hafa ekið strætisvögnum hér á landi, því erlendis er þetta algengt.“