fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

TÍMAVÉLIN: Lögreglan hafði afskipti af fyrsta kvenkyns vagnstjóranum

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 19. júní 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánudagskvöldið 26. maí árið 1975 fékk lögreglan í Kópavogi hringingu frá skelfdum bæjarbúa sem sagðist hafa séð smástelpu keyra strætisvagn og orðið bilt við.

Lögreglan tók við sér og fann umræddan vagn þar sem ung stúlka sat undir stýri. En ekki hafði hún stolið vagninum heldur var hún að æfa sig fyrir sumarstarf.

„Það var auglýst eftir strætóbílstjórum og ég sótti um eins og margir aðrir. Ég fékk vilyrði fyrir vinnu og fór því á meiraprófsnámskeið,“ sagði Kristjana Bergsdóttir, 22 ára nemi í Háskóla Íslands, í samtali við Vísi.

Kristjana var fyrsti kvenstrætóbílstjórinn og Karl Árnason, forstöðumaður SVK, sagði það furðu sæta að:

„kvenfólk skuli ekki áður hafa ekið strætisvögnum hér á landi, því erlendis er þetta algengt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Lilja og Gestur nýtt ofurpar

Anna Lilja og Gestur nýtt ofurpar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tjáir sig um neikvæðar athugasemdir um farðalausa Pamelu

Tjáir sig um neikvæðar athugasemdir um farðalausa Pamelu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Veðrið á Íslandi vekur mikla athygli – Margir væru til í að skipta við okkur

Veðrið á Íslandi vekur mikla athygli – Margir væru til í að skipta við okkur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetafjölskyldurnar hittust á Bessastöðum

Forsetafjölskyldurnar hittust á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað