Ærin bar tveimur lömbum og var annað lambið eðlilegt í alla staði að sögn eigandans Jóhannesar Jóhannessonar bónda.
Lambið vanskapaða fæddist með tvo aukafætur að framanverðu og komu þeir samgrónir að mestu framan úr bringu þess, milli hinna framfótanna.
Lambið gat hvorki gengið né tekið spena móður sinnar og brá Jóhannes því á það ráð að gefa því kúamjólk úr pela.
Mjög sjaldgæft er á Íslandi að lömb fæðist með sex fætur og lifi.
Lambið á Neðri Vindheimum lifði þó í nokkra daga.