Samkvæmið var haldið í húsi við Bergstaðastræti og á tólfta tímanum voru hávaðinn og ópin orðin svo mikil að nágrannarnir þoldu ekki við.
Kona ein hringdi á lögregluna sem braust inn bakdyramegin í húsið.
Dró þá úr hávaðanum en út ultu tuttugu sótölvaðir menn, sumir óðir og ataðir í blóði eins og sagði í Alþýðublaðinu 26. febrúar.
Mest voru þetta ungir menn og sumir þeirra voru einkennisklæddir.
Einn af þeim, starfsmaður Íslandsbanka, var svo hart leikinn af áfenginu að tvo menn þurfti til að leiða hann út.
Sjaldgæft var að kalla þyrfti lögreglu til að reka fólk út úr einkahúsum:
„…en einhvers staðar verða vondar kindur að vera.“