Helgina áður hafði hann til dæmis komist inn í kjallaraíbúð, rifið í sig rækjur og lærissneiðar, og skilið stofuna eftir eins og vígvöll. Að sögn íbúa hafði Tommi, sem gjarnan var kallaður Litla ljónið, látið aðra ketti hverfisins finna ærlega til tevatnsins.
Ólöf Þorsteinsdóttir, eigandi Tomma, sagði hins vegar að hann hafi ávallt verið ljúfur sem lamb en viðurkenndi að hún myndi þurfa að láta hann frá sér. „Það fer ekki gott orð af honum hér í Vesturbænum. Hann verður ekki seldur neinum hér í hverfinu.“