fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fókus

Skjáreinn var rekinn með stolnu fé úr Landssímanum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 13. maí 2018 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stöðin Skjáreinn var stofnuð árið 1999 og var í opinni dagskrá allt til ársins 2009 þegar hún varð að áskriftarsjónvarpi og árið 2016 rann hún loks inn í Sjónvarp Símans. Skjáreinn var ein umtalaðasta og vinsælasta stöð landsins í upphafi aldarinnar en maðkur reyndist í mysunni því að hún var rekin fyrir stolið fé úr Landssímanum.

 

Partístöðin

Upprunalegir eigendur voru Hólmgeir Baldursson og Róbert Árni Hreiðarsson (nú Robert Downey) en eftir aðeins nokkra mánuði var hún seld til Eyþórs Arnalds og fyrirtækisins Alvöru lífsins sem stofnað var í kringum sýningu Bjarna Hauks Þórssonar á Hellisbúanum. Forsvarsmenn Alvöru lífsins voru þeir Árni Þór Vigfússon og Kristján „Ra“ Kristjánsson, æskufélagar úr Verzlunarskólanum sem höfðu meðal annars sett upp sýninguna Cats við góðan orðstýr.

Gullöld Skjáseins var á fyrstu árum aldarinnar þegar vinsælir íslenskir þætti á borð við Djúpu laugina, Allt í drasli og Popppunkt voru sýndir. Þá skapaði Erpur Eyvindarson hinn ódauðlega Johnny Naz í þáttunum Íslenskri kjötsúpu sem margir muna eftir. Skjáreinn var partístöð og margir af þeim sem störfuðu þar hafa lýst því að þeir hafi eytt nánast öllum sínum launum á Prikinu, skemmtistað sem var þá einnig í eigu Árna Þórs og Kristjáns Ra.

 

Landssímamálið

En reksturinn stóð ekki undir sér og fljótlega fór Skattrannsóknarstjóra að gruna að ekki væri allt með felldu í bókhaldi fyrirtækisins. Höfðu þá stórar upphæðir runnið inn á reikninga félagsins frá Landssímanum og varð það upphafið að hinu þekkta Landssímamáli.

Aðalféhirðir Landssímans var Sveinbjörn Kristjánsson, bróðir Kristjáns Ra, og játaði hann samstundis að hafa tekið 261 milljón króna út úr fyrirtækinu og lánað Kristjáni og Árna Þór. Sveinbjörn sagðist einn hafa borið ábyrgðina og að þeir hefðu verið grunlausir um að féð væri illa fengið en engu að síður voru þeir allir kærðir, auk tveggja annarra einstaklinga sem taldir voru hafa átt þátt í stuldinum árið 2004.

Við vitnaleiðslur kom í ljós að féð hafði runnið inn í Skjáeinn frá fyrsta degi. Sveinbjörn sagði að ávallt hefði staðið til að endurgreiða féð en þegar hann sá að Kristján og Árni gátu ekki greitt strax varð hann að breyta bókhaldinu. Fjárþörf Skjáseins var hins vegar viðvarandi og áfram flæddi fé frá Landssímanum inn í Skjáeinn. Sveinbjörn passaði sig á því að vera ávallt í vinnu um mánaðamót þegar uppgjör fór fram og notaði kúnstir til að blekkja alla eftirlitsaðila.

Sveinbjörn var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar í héraði og áfrýjaði ekki. Árni Þór og Kristján fengu tveggja ára dóm þar sem þeir hefðu átt að vita að féð var illa fengið. Sú refsing var lækkuð í fimmtán og átján mánuði í Hæstarétti. Einn annar sakborningur var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir peningaþvætti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu
Fókus
Í gær

Fiskikóngurinn deilir gleðitíðindum – „Loksins“ 

Fiskikóngurinn deilir gleðitíðindum – „Loksins“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós