Tónlistarhjónin Hildur Vala Einarsdóttir og Jón Ólafsson eiga von á sínu fjórða barni í sumar.
Hildur Vala sló eftirminnilega í gegn í Idol Stjörnuleit árið 2005, þar sem Jón var dómari. Jón hefur verið í ýmsum hljómsveitum á borð við Sálina hans Jóns míns, Nýdönsk og Bítlavinafélagið.
DV lék forvitni á að vita hvernig hjónin eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna.
Hildur Vala er Vatnsberi og Jón er Fiskur.
Þetta samband þrífst á gagnkvæmri virðingu fyrir hugmyndum og tilfinningum hvort annars. Þau eru bæði opin og sveigjanleg og tilbúin að stökkva á ný tækifæri saman eða fara á vit ævintýranna.
Þessi merki passa svo vel saman, sérstaklega þegar kemur að því að skapa og framkvæma. Vatnsberinn er hugmyndaríkur og Fiskurinn dagdreyminn og listrænn.
Helsti kosturinn við samband þeirra er ekki aðeins virðingin sem þau bera hvort fyrir öðru, heldur einnig að ofar öllu eru þau bestu vinir og eru í þessu saman.
6. febrúar 1982
Vatnsberi
25. febrúar 1963
Fiskur