fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Hverjar eru þarfir þínar þessa vikuna samkvæmt stjörnumerkinu þínu?

Fókus
Laugardaginn 20. mars 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?

Vikan 19.03. – 25.03.

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Þarfir hrútsins þessa dagana snúast um að deila álaginu og þá sérstaklega heima við. Þú þarft ekki að sjá um allt saman en þarft þá kannski líka að sleppa takinu og læra að úthluta verkum til annarra sem búa undir sama þaki.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Þarfir nautsins að þessu sinni eru eitthvað nýtt plan. Þér líður ekkert sérlega vel í óvissunni og vilt í það minnsta hafa gott markmið sem þú getur unnið markvisst að því að ná. Það þýðir ekkert lengur að bíða eftir öðrum, þú þarft að finna þína stefnu.

stjornuspa

Tvíburi
21. maí–21. júní

Tvíburinn þarf innblástur þessa vikuna. Við mælum með að þú veljir þér nokkrar áhugaverðar heimildarmyndir um fólk sem gerir eitthvað skapandi og hlustir á einhver uppbyggjandi hlaðvörp til að koma þér í gírinn.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Krabbinn þarf smá andlegan stuðning þessa vikuna. Hann vill láta hlusta á sig og að aðrir sjái hann. Þú biður ekki oft um athygli en átt hana svo sannarlega skilið því þú veitir öðrum svo mikla athygli og ást. Þú er mannlegur eins og við hin, manstu.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Ljónið þyrstir í gott make-over. Því leiðist ekki að endurskapa sig og hefur gaman af því að sýna persónuleika sinn með fatastílnum sínum. Tilvalin vika til að taka til í fataskápnum og skella sér svo í næstu nytjaverslun.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Meyjan þarf ráð þessa vikuna. Þú ert venjulega sú sem gefur öllum öðrum ráð og þú verður að viðurkenna að þú átt til að vera smá besserwisser stöku sinnum. En að þessu sinni leitar þú að svörum og vilt fá að heyra reynslusögur frá öðrum.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Vogin er alltaf á andlegu brautinni og sækir í alls konar heilun þessa daga til að heila gömul sár og halda svo áfram enn sterkari og sjálfsmeðvitaðri um þarfir sínar og langanir. Einn góður jógatími gæti verið málið fyrir þig.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Þú kannt að gera vel við þig og veist líka að þú þarft á því að halda að slaka vel á inn á milli þess að sigra heiminn. Þarfir þína liggja helst í góðu djúpnuddi til að byggja upp taugakerfi þitt.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Bogmaðurinn þarf eitt gott hláturskast alveg þannig að tárin leka niður kinnarnar og þú færð krampa í magann. Hann nennir ekki hvað lífið er stundum alvarlegt og vill eiga eina létta og góða viku með sínu fólki.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Útrás er þér ofarlega í huga. Kick box-æfing, sprettir eða öskur í náttúrunni gæti verið svarið fyrir þig til að losa um smá spennu. Þú segir ekki allt upphátt og átt til að vera meðvirk í sumum málum, útrás af einhverjum toga er svarið fyrir þig.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Vatnsberinn þráir ævintýri. Aðstæður alheims eru þér ekki auðveldar, þig langar að bóka flug helst á morgun og upplifa nýja menningu. Prófaðu að vera túristi í eigin landi og plana skemmtilega menningarferð innanlands.

stjornuspa

Fiskur
19. febrúar–20. mars

Fiskurinn er sá sem segir upphátt að hann þurfi ekki á fleiri vinum að halda. Hans innri kjarni dugar honum vel, hann elskar líka að rækta sinn innri heimaalning. Fiskurinn þráir að vera undir teppi þessa vikuna með kakó og góða bók. Hans eigin félagsskapur dugar honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“