fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025

Ragga nagli: „Yfirleitt snýst það bara um að borða færri hitaeiningar“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. maí 2018 15:00

Mynd: Andrea Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um að við finnum mataræðið sem hentar okkur hverju fyrir sig.

Hversu oft hefurðu heyrt eftirfarandi staðhæfingar?

Ég fór á ketó og það virkaði rosa vel þangað til ég fór í helgarferð til Amsterdam.
Ég prófaði vegan og það virkaði rosa vel þangað til ég fór í fermingu hjá Hjalta frænda.
Ég prófaði 16:8 og það virkaði rosa vel þangað til við fengum gesti frá útlöndum.
Ég prófaði lágkolvetna og það virkaði rosa vel þangað til um páskana.

Kannski virkaði ketó af því einföldu kolvetnin úr brauði og kexi datt út.
Kannski virkaði 16:8 af því Nóakroppið yfir Netflix á kvöldin var ekki lengur í boði.
Kannski virkaði vegan af því þú borðaðir meira af trefjaríku mettandi grænmeti.
Kannski virkaði lágkolvetna því þú borðaðir minna af pizzu og pasta.

Í flestum tilfellum virka matarplön og megrunarkúrar af því þú borðar færri hitaeiningar.

Engin geimvísindi. Enginn Bjarni töframaður. Engir stjarneðlisfræðilegir útreikningar.

Í flestum tilfellum þarf ekki dramatískar megrunaraðgerðir til að tálga smjör af skotti.
Matarplön sem segja þér hvað, hvenær, og hversu mikið.

Yfirleitt snýst það bara um að borða færri hitaeiningar.
Minnka neyslu á hitaeiningaríkum næringarsnauðum mat
Minna af öreindaunnu úr pakka. Minna af transfitu, einföldum kolvetnum og sykri.
Auka neyslu á heilum afurðum, ávöxtum og grænmeti.
Auka neyslu á góðri fitu og flóknum kolvetnum.

Matarplan sem „virkar rosalega vel,“ en þú gast ekki fylgt því af því þú fórst í flugvél, settir á þig varalit, fórst í gleðskap eða það er rauður dagur á dagatalinu.
Það matarplan virkaði ekki rosalega vel. Það er mælikvarði á að það virkaði einmitt ekki vel.

Mataræði sem hentar þér er það sem þú getur fylgt í öllum póstnúmerum, í öllum félagslegum aðstæðum og öllum dögum ársins.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gagnrýnir þrjá þjálfara sem hafa ekki staðist væntingar í vetur – ,,Erfitt fyrir mig að segja það“

Gagnrýnir þrjá þjálfara sem hafa ekki staðist væntingar í vetur – ,,Erfitt fyrir mig að segja það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.