fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024

Sigríður Lára örmagnaðist: „Ég gerði mér ekki grein fyrir hvað var að gerast“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 23. ágúst 2019 20:00

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir. Mynd: Steinrún Ótta Stefánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir fékk flensu í febrúar 2016 en einkennin vildu ekki fara ásamt kvíða og viðvarandi streitu. Hún fór til læknis og reyndi ýmislegt, eins og að taka vítamín og hreyfa sig. En ekkert virtist ganga. Það var ekki fyrr en hún las viðtal við konu á vef VIRK að hún áttaði sig á því að hún væri með ýmis einkenni starfsþrots eða örmögnunar.

„Ég var búin að stofna bókaforlag sem heitir Bókstafur og var komin með einkenni örmögnunar en gerði mér ekki grein fyrir hvað var að gerast,“ segir Sigríður Lára Sigurjónsdóttir.

Sigríður Lára hefur lokið endurhæfingu sinni hjá VIRK en hún hóf samstarf með þeim sumarið 2016. Hún segir sögu sína á vef VIRK.

„Ég hélt að slíkt kæmi bara fyrir fólk sem væri í erfiðri og leiðinlegri vinnu. Ekki fólk sem þætti brjálæðislega gaman að vinnunni sinni og hefði yfirgengilegan áhuga á öllu, en þannig er ég,“ segir hún.

Fyrstu einkenni fyrir 24 árum

„Ég held ég hafi fengið fyrstu einkenni um örmögnun 1995, þegar ég var á öðru ári í HÍ,“ segir Sigríður Lára og rifjar upp háskólaferill sinn en hún er með BA-próf, tvær mastersgráður og með doktorsritgerð í smíðum.

Yfir þennan tíma gifti hún sig og eignaðist tvö börn.

„Inn á milli tók ég – að því er ég sé núna – líklega nokkur „örmögnunarskeið“. En þau gengu yfir. Ég var greind þunglynd  1998, fékk slík einkenni öðru hverju. Þegar þau náðu yfirhöndinni lokaði ég mig dálítið inni. En það er nú þannig að þegar maður er duglegur að liggja í sófanum sínum og meikar ekki að tala við fólk, þá hvílist maður ágætlega. Svo komst ég á skrið aftur og hófst sami leikurinn. Ég áttaði mig ekki á að þetta væri mynstur sem ég væri að endurtaka. Ég þurfti að læra að endurhlaða „batteríin“ með hvíld og hreyfingu bara helst á hverjum degi. Ég þurfti að læra að gera ráð fyrir tíma til þess í daglega lífinu, í stað þess að taka vinnuskorpur og stoppa ekki fyrr en öll orkan væri löngu búin og ekkert eftir nema geðvonskan,“ segir Sigríður Lára.

Endurhæfing

Sigríður Lára fékk viðtal hjá ráðgjafa hjá VIRK eftir að hafa lesið viðtalið við konuna og í kjölfarið hóf hún samstarf við VIRK.

„[Úrræðin reyndust vel] – eiginlega „svínvirkuðu.“ Ég var allan þennan vetur í fullri endurhæfingu en var jafnframt að sinna fyrirtækinu mínu,“ segir Sigríður Lára.

Gengur vel

Í dag gengur Sigríði Láru rosalega vel. Í ársbyrjun 2018 fékk hún vinnu hjá Austurbrú í fræðslumálum.

„Ég er sem sagt komin í alvöru vinnu með laun og hvaðeina. Staðan er því góð. Ég var á sínum tíma sett á þunglyndis- og kvíðalyf en hef sleppt þeim að ráði læknis og virðist komast upp með það,“ segir Sigríður Lára.

„Aðalmálið er samt kannski að gleyma ekki því sem ég lærði í endurhæfingunni. Þetta er ævilangt verkefni. Taka ekki vinnuna með mér heim. Taka ekki heimilið með mér í vinnuna. Við erum tvær sem vorum saman í endurhæfingunni sem reynum enn að hittast og hreyfa okkur allavega einu sinni í viku. En auðvitað fer örmögnunin kannski aldrei alveg. Þetta er svolítið eins og að vera sími með lélegt batterí. Suma daga er maður bara kominn niður í 50% um leið og maður tekur úr sambandi. En mér hefur gengið vel að vera ekki að burðast með streitu, þótt ég sé alveg örugglega ekki að gera allt fullkomlega í lífinu… hvernig sem mælikvarðinn á því á nú að vera.“

Þú getur lesið allt viðtalið við Sigríði Láru í heild sinni á vef VIRK þar sem hún fer ítarlega yfir úrræðin sem virkuðu fyrir hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Sigurður Ingi segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar – „Hver setur svona þvælu á flug?“

Sigurður Ingi segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar – „Hver setur svona þvælu á flug?“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

FLOTT vinnur Jólalagakeppni Rásar 2 – Gefa gömlu lagi nýjan boðskap

FLOTT vinnur Jólalagakeppni Rásar 2 – Gefa gömlu lagi nýjan boðskap
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Hvatvís og flytja til Rómar – Hætt við sölu en vilja leigja og „ganga svo að henni vísri þegar heim er komið, bæði tönuð í drasl“

Hvatvís og flytja til Rómar – Hætt við sölu en vilja leigja og „ganga svo að henni vísri þegar heim er komið, bæði tönuð í drasl“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.