fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025

Listin að eldast vel

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. júní 2019 13:00

Ætli hann lyfti lóðum?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir eldast með hverju árinu, hverjum deginum og hverri sekúndunni. En það er hægt að hægja á einkennum öldrunar með því að tileinka sér rétt líferni. Öldrun fylgir ekki aðeins hrörlegra útlit heldur alvarleg heilsufarsvandamál. Finna má góð ráð til þess að hægja á öldrun á vef læknisins Kellyann Petrucci sem hefur sérhæft sig í því.

Borðaðu heilsusamlegt og lífrænt fæði

Matur er mikilvægasti þátturinn í lífi okkar allra og það er ekki sama hvað við setjum ofan í okkur. Unninn matur er einn mesti vágestur samtímans. Í honum er lítið af næringarefnum en sægur af hvítum sykri, slæmum fituolíum, litarefnum, skordýraeitri og fleiri óæskilegum efnum.

Þessi efni hafa mjög slæm áhrif á heilsuna til lengri tíma. Þau stytta litningsenda erfðaefnisins og skemma frumur í húð, heila, sinum svo að dæmi séu tekin.

Til að hægja á einkennum öldrunar er mælst til þess að fólk borði mikið af litríku grænmeti af öllum gerðum. Einnig ávexti og hnetur sem innihalda heilsusamlegar fituolíur og ólífuolíu. Ef kjöt er lagt sér til munns skal það aðeins vera af dýrum sem eru grasbítar og svo kjúklingur.

Ofneysla áfengis er vitaskuld skaðleg til lengri tíma og veikir lifrina. Haltu þig við eitt glas af léttvíni á dag.

Kollagen er besta næringarefnið gegn öldrun því það styrkir húðina, hárið, neglur, bein og liði. Ef fólk innbyrðir nóg af kollageni verður öll hreyfing í ellinni auðveldari og auk þess hamlar það hrukkumyndun. Hægt er að fá kollagen í púðurformi en besta náttúrulega leiðin til að innbyrða kollagen er að drekka beinaseyði.

Hreyfðu þig á hverjum degi

Nýjar vöðva- og beinfrumur myndast aðeins ef maður hreyfir sig reglulega. Án hreyfingar hrörna vöðvarnir og bein langtum hraðar en annars.

En hreyfing hefur ekki aðeins áhrif á bein og vöðva heldur minnkar hún ýmsar bólgur sem fylgja öldrun. Þetta er stærra mál en það hljómar því þetta minnkar líkurnar á ýmsum sjúkdómum, til dæmis hjartasjúkdómum, sykursýki og krabbameini.

Er þá eina leiðin til að eldast ekki að púla endalaust í ræktinni eða skokka klukkutímum saman? Nei, alls ekki. Mikil átök í stuttan tíma, kannski ekki nema tíu mínútur á hverjum degi, gera meira til að hægja á áhrifum öldrunar. En auðvitað hjálpar öll hreyfing, hvort sem það eru göngutúrar, íþróttir eða jafnvel aðeins að taka til hendinni í garðinum.

Varaðu þig á eiturefnum

Hér gildir það sama og um mataræðið. Eiturefni hafa skaðleg áhrif á heilsuna til langs tíma og áhrifin koma oft fram á síðustu árum ævinnar. Þessi eiturefni geta verið hvar sem er í umhverfinu.

Besta ráðið er það sama og allir læknar gefa: Hættu að reykja. Við vitum öll hvaða áhrif tóbaksreykur hefur á heilsuna og það er óþarfi að tíunda það hér.

Plast er meinsemd, ekki aðeins fyrir umhverfið heldur líkamann líka og plastagnir geta læðst inn í líkamann á ýmsa vegu. Besta leiðin til að koma í veg fyrir að innbyrða plastagnir er að hætta að drekka úr plastflöskum og plastmálum. Nota frekar ílát úr ryðfríu stáli.

Ál er einnig slæmt fyrir heilsuna og hefur verið tengt við þróun Alzheimers-sjúkdómsins. Því skal hvorki nota álpappír við matseld né drekka úr áldósum.

Óæskileg efni geta verið í snyrtivörum og kremum. Oftast eru slæmu efnin í vörum sem hafa lykt en þær góðu lyktarlausar.

Ein besta leiðin til að losa líkamann við eiturefni er að fasta en þá til skamms tíma í senn. Ein aðferð til að gera þetta er að sleppa mat tvo daga í viku. Á þeim dögum er samt heimilt að drekka te, kaffi, beinaseyði og vatn að sjálfsögðu. Önnur aðferð er að lengja tímann milli máltíða í sjö eða átta klukkutíma. Hvað varðar máltíðirnar sjálfar ber að hafa þau ráð sem gefin voru fyrr í greininni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Frumsýnir svakalegan hring sem ýtir undir orðróm um giftingu

Frumsýnir svakalegan hring sem ýtir undir orðróm um giftingu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sólveig Anna hjólar í Sóleyju Tómasdóttur og útskýrir hvers vegna hún vill ekki lengur kalla sig femínista – „Þannig upplifi ég það“

Sólveig Anna hjólar í Sóleyju Tómasdóttur og útskýrir hvers vegna hún vill ekki lengur kalla sig femínista – „Þannig upplifi ég það“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Lætur tilætlunarsaman áhrifavald heyra það – „Ég vona að þú verður rekinn úr ræktinni“

Lætur tilætlunarsaman áhrifavald heyra það – „Ég vona að þú verður rekinn úr ræktinni“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

13 launahæstu leikmenn deildarinnar spila fyrir sama lið

13 launahæstu leikmenn deildarinnar spila fyrir sama lið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.