fbpx
Mánudagur 16.desember 2024

Elín Kára – „Ég er búin að týna markmiðinu“

Elín Kára
Sunnudaginn 29. júlí 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Káradóttir heldur úti blogsíðu undir eigin nafni þar sem hún skrifar um jákvætt hugarfar, fjármál og lífstíl. Í þessum pistli fjallar hún um hversu auðvelt getur verið að týna markmiðinu, en Elín er í sjálfskipuðu prógrammi sem hún kallar #10peppvikur.

Einhverra hluta vegna er mjög auðvelt að missa sjónar á markmiðinu í viku tvö. Ég gleymdi því nokkrum sinnum að ég væri með #10peppvikur í gangi. Ætli verkefni næstu viku verði ekki að teikna upp markmiðið mitt og hengja myndina á stað sem ég sé hana á hverjum degi. Til að minna mig á hvert ég stefni.

Hver er staðan eftir viku tvö?

Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá er ég í sjálfskipuðu prógrammi sem ég kalla #10peppvikur. Þar sem ég hvet sjálfa mig áfram í átt að betra lífi, mjaka mér nær kjörþyngd og vera orkumeiri. Einhverjir eru að fylgjast með mér á Instagram og sjá hvað ég er að elda og bralla í kringum #10peppvikur.

Staðan eftir vikuna er svona:

Matarræði: Hefur gengið ágætlega. Vigtaði nokkrum sinnum máltíðirnar til þess að æfa augun. Minn stærsti veikleiki eru skammtastærðir en á sama tíma er ég með barn á brjósti og mér finnst ég þurfa borða ótrúlega mikið. Þá reyni ég að velja næringarmikinn mat en lágan í hitaeiningum. Þar kemur grænmeti sterkt inn.

Ég datt í smá sukk í vikunni og ég missti svolítið sjónar á markmiðinu mínu. Fékk mér einn bragðaref og 2x ís. Það er svo furðulega erfitt að skrifa þetta niður en á sama tíma svo gott. Ég skammast mín hálfpartinn að hafa borðað þetta og ég fæ smá kjánahroll yfir sjálfri mér, því þetta sukk gerði lítið fyrir mig.

Veikleiki: Bragðarefur. Ég setti mér reglu fyrir nokkrum árum að leyfa mér ekki meira en 1 bragðaref í mánuði.

Hreyfing: Gekk svo vel! Ég byrjaði vikuna á því að taka til í bílskúrnum og gera hann alveg fínan sem gerði það að verkum að ég er búin að fara 2x í vikunni inn í bílskúr að gera æfingar. Ég er búin að fara 2x í gönguferð líka í vikunni. Ég er mjög sátt með mig hreyfingarlega séð.

Vellíðan:  Mér líður svo vel. Ég er búin að fá góðan svefn, drekka vel af vatni og það er þokkalegt jafnvægi á öllu hjá mér (þá meina ég þvottahúsið á heimilinu, samskipti mín við fjölskyldu og vini og svo vinnan). Allt í gríðar góðum balance.

Vigtin: -400 gr.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Tíu hötuðustu sjónvarpsþáttapersónurnar

Tíu hötuðustu sjónvarpsþáttapersónurnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim um Rashford og Garnacho: ,,Ég fylgist með öllu“

Amorim um Rashford og Garnacho: ,,Ég fylgist með öllu“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Draugafaraldur gengur yfir England

Draugafaraldur gengur yfir England
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Campbell heiðraður á Emirates – ,,Einn af okkur“

Campbell heiðraður á Emirates – ,,Einn af okkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gary O’Neil rekinn frá Wolves

Gary O’Neil rekinn frá Wolves
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Úlfúð út af grein innflytjanda um íslenskar konur – „Þetta bara hlýtur að vera tilbúningur til að æsa fólk upp“

Úlfúð út af grein innflytjanda um íslenskar konur – „Þetta bara hlýtur að vera tilbúningur til að æsa fólk upp“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.