Hanna Kristín Skaftadóttir, frumkvöðull og athafnakona, vakti athygli þjóðarinnar fyrir ári þegar hún sagði opinberlega frá heimilisofbeldi sem fyrrverandi maki hennar, Magnús Jónsson, hafði beitt hana, bæði hér heima og í Texas.
Sagði Hanna Kristín að með því að stíga fram væri hún að hugsa um hag þeirra sem hafa verið eða kynu að verða beittir ofbeldi og að koma í veg fyrir ofbeldi. Hún vildi jafnframt vera fyrirmynd fyrir drengi sína og móðirin og konan sem léti svona ekki viðgangast. Málinu lauk með dómsátt þar sem ekki var hægt að kæra hér á landi fyrir ofbeldið erlendis.
Hanna valdi að láta gjörðir Magnúsar ekki aftra henni frá að leyfa ástinni að banka upp á að nýju. Hún og Sindri Aron Viktorsson giftu sig í lok apríl síðastliðinn. Sindri, sem er sjö árum yngri en Hanna, er að ljúka doktorsverkefni í læknisfræði og er kominn með stöðu á skurðlæknasviði Dartmouth-Hitchcock-háskólasjúkrahúss í New Hampshire í Bandaríkjunum.
Við óskum Hönnu og Sindra innilega til hamingju með ástina og hjónabandið.