fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Sverrir og Auðunn ekki lengur einir

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 20. maí 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagarnir Sverrir Bergmann og Auðunn Blöndal slógu í gegn fyrir nærri tuttugu árum síðan með laginu Án þín. Auðunn íslenskaði texta hinnar heimsfrægu hljómsveitar Bon Jovi, Always, og Sverrir söng.

Félagarnir eru á meðal myndarlegustu og skemmtilegustu manna landsins og aldrei lengi einhleypir. Báðir hafa þeir nýlega fundið ástina og þurfa því ekki að skera úr sér hjartað með skeið.

Sverrir og Kristín Eva Geirsdóttir eru skráð saman í samband á Facebook, en Kristín Eva starfar sem sérfræðingur í flugöryggis- og flugverndarmálum á Keflavíkurflugvelli.  Kristín Eva bjó í nokkur ár í Katar, þar sem hún starfaði sem flugfreyja hjá Qatar Airways og einnig sem lögfræðingur, en hún er með meistarapróf í flug- og geimrétti í vasanum.

Auðunn og Rakel Þormarsdóttir eru ekki skráð í samband enda er Rakel ein fárra Íslendinga sem er ekki á samfélagsmiðlum. Rakel sem er 35 ára, varð fræg á einni nóttu 17 ára gömul þegar myndir af henni birtust á auglýsingaspjöldum fyrir Top Shop um Reykjavík og víðar. Þá hafði hún tekið þátt í Fordkeppninni og síðar reyndi hún fyrir sér í módelstörfum með góðum árangri. Bransinn átti þó ekki við hana og fór hún seinna í ítölskunám í Lugano í Sviss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.