fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Hlegið að Lady Gaga á rauða dreglinum – þangað til hún sagði sína sögu

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 22. október 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtikrafturinn og ofurkonan Lady Gaga er ekki óvön því að setja Internetið á hliðina. Þetta hefur hún ítrekað gert með vali sínu á fatnaði, en umtalið hefur sjaldnast verið í líkingu við klæðaburð hennar á viðburði á vegum tímaritsins Elle nú á dögunum. Þangað mætti Gaga klædd í jakkafötum frá Marc Jacobs í yfirstærð, sem óhætt er að segja að hafi rakið upp stór augu.

Fólk var ekki lengi að snúa sér að samfélagsmiðlum og reita af sér hvern brandarann á eftir öðrum. Eins og venjulega kippti Gaga sér þó ekkert upp við ummæli fólks, en þegar hún mætti á sviðið til að flytja ræðu kom í ljós að fatavalið hafi verið hluti af persónulegri yfirlýsingu.

Í ræðu sinni sagðist hún hafa mátað um tíu mismunandi kjóla en táraðist svo þegar hún kom auga á jakkafötin stóru. Þá rifjaði hún upp minningu þegar hún varð fyrir kynferðislegri áreitni, nítján ára gömul, af manni í skemmtanaiðnaðinum sem klæddist þessum sömu jakkafötum.

„Í þessum jakkafötum leið mér eins og sjálfri mér í dag. Í þessum fötum fann ég fyrir sannleikanum um það sem hefur lengi hrjáð mig. Með þessu áttaði ég mig á því sem mig langaði að segja hér í kvöld,“ segir Gaga meðal annars í ræðu sinni.

„Sem fórnarlamb kynferðisofbeldis, sem kona sem er ekki enn nógu hugrökk til að nafngreina manninn, sem kona sem lifir með stöðugan sársauka, sem konu sem var kennt á ungum aldri að hlusta á það sem karlmenn sögðu mér að gera, þá langaði mig til að taka völdin í mínar hendur. Nú geng ég í buxunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Segja íslenskum fjölmiðlum að þegja og saka þá um falsfréttir

Segja íslenskum fjölmiðlum að þegja og saka þá um falsfréttir
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Gekk frá hatrömmum skilnaði degi fyrir andlátið

Gekk frá hatrömmum skilnaði degi fyrir andlátið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal og United munu berjast um sama manninn í sumar

Arsenal og United munu berjast um sama manninn í sumar
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sverrir staðfestur sem leikmaður Panathinaikos

Sverrir staðfestur sem leikmaður Panathinaikos
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.