Leikkonurnar tóku sér pásu frá tökum annarrar þáttaraðar Big Little Lies, en Streep er viðbót í stjörnuprýddan leikkonuhóp fyrri þáttaraðarinnar, sem allar mæta aftur til leiks í seinni þáttaröðinni.
Leikkonurnar eru greinilega vinkonur utan vinnunnar, því fyrr í vikunni fóru nokkrar þeirra saman í bíó á myndina Adrift.
Streep leikur Mary Louise-Wright, tengdamóður Celeste Wright, sem Nicole Kidman leikur.
„Hún er svo góð og auðmjuk,“ segir Woodley um mótleikkonu sína, Streep. „Ég held að ástæðan fyrir því að Meryl Streep er Meryl Streep sé sú að hún nálgast hvert hlutverk eins og það sé fyrsta hlutverkið sem hún leikur. Ég hef lært mikið af henni. Mér finnst ég vera að vinna með leiklistarþjálfara að sumu leyti.“