Bekah Milly fékk sér nýlega tattú af verndarengli á bakið. Tattúið er á milli herðarblaðanna og er af konu halda utan um einhvern sem sést ekki, sem á þá að vera verndarengillinn.
Hún var mjög sátt með tattúið þar til fólk fór að benda henni á að það liti út fyrir að konan væri að gera eitthvað frekar dónalegt.
„Þegar einhver segir að nýja tattúið þitt lítur út eins og kona að sleikja rass,“ skrifar Bekah með myndbandi á TikTok þar sem hún sýnir tattúið.
@bekah.milly##fyp ##tattootok ##tattoo ##goodjoke
Myndbandið hefur slegið í gegn og hefur fengið yfir tíu milljón áhorf á aðeins fjórum dögum.
„Ég sá það ekki fyrst en ég get ekki séð neitt annað núna,“ segir einn netverji.
Bekah ætlar að laga tattúið og bæta einhverju við það svo það virðist vera af verndarengli, ekki konu að sleikja rass.