Áhrifavaldurinn Georgie Clarke er með tæplega 300 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún er dugleg að minna fylgjendur sína á að glansmyndir samfélagsmiðla eiga sér sjaldan stoð í raunveruleikanum.
„Ekki láta „halla sér aftur stellinguna“ plata þig,“ skrifar Georgie í nýlegri færslu sem hefur vakið mikla athygli.
Með færslunni deilir hún tveimur myndum hlið við hlið. Á myndinni til vinstri stillir Georgie sér þannig upp að hún sé með flatan maga. Á myndinni til hægri hallar hún sér fram.
https://www.instagram.com/p/CEBeFadD_6Z/
„Þetta er vel þekkt trix meðal áhrifavalda, en það getur oft verið erfitt að ná góðri mynd af sér sitjandi. Hér eru nokkur ráð um hvernig þú getur gert þessa stellingu. Svona fer áhrifavaldur að því:
Næst þegar þú ert að skrolla í gegnum Instagram og sérð svona mynd, mundu að manneskjan lítur ekki svona út í alvöru, heldur eins og ég lít út á hægri myndinni,“ segir Georgie.
Georgie er dugleg að deila svipuðum boðskap með fylgjendum sínum. Hún deildi þessari færslu fyrir skemmstu.
https://www.instagram.com/p/CD51RmCjmWq/