Taílenskur skóli hefur gert róttækar ráðstafanir til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar.
Í Taílandi er búið að slaka aðeins á reglum um takmarkanir á samkomum. En Wat Khlong Toey-skólinn í Bangkok hefur ákveðið að halda áfram að fylgja ströngum reglum til að forðast smit meðal nemenda og kennara.
Myndir sýna bæði yngri og eldri nemendur læra og leika í litlum glærum kössum. Kassarnir eru gerðir úr blárri grind og glæru plasti. Börnin eru með grímur og það er að minnsta kosti einn og hálfur metri á milli kassanna.
Yngri börnin geta séð hvert annað en geta ekki snert hvert annað eða leikið saman. Kassar eldri barnanna eru á borðunum.
Í skólanum er búið að bæta við vöskum með sápu og sótthreinsandi þannig nemendur og kennarar eiga auðvelt með að þrífa hendur.
Skólinn opnaði aftur í júlí og er með 250 nemendur. Hingað til hafa ekki komið upp nein smit meðal nemenda, sem sýnir kannski að ráðstafanirnar virka. En viðbrögðin við þeim hafa verið blendin.
Fjölmargir hafa lýst áhyggjum yfir því að börnin séu „sett í búr.“
„Þetta er svo rangt. Greyið börnin eiga eftir að verða óróleg. Hræðilegt,“ sagði einn netverji á Twitter.
„Þetta er svo sorglegt en því miður nauðsynlegt ef óábyrgar ríkisstjórnir krefjast þess að opna skóla í landinu,“ segir annar.
„Rangt, svo rangt,“ sagði Twitter-notandi.